Hoppa yfir valmynd

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, hafnarsvæðið á Bíldudal.

Málsnúmer 1303048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. mars 2013 – Bæjarráð

Byggingarfulltrúi kom inn á fundinn. Erindi vísað til bæjarráðs frá skipulags og byggingarnefnd. Lagt fram erindi frá Víkingi Gunnarssyni fh. Arnarlax ehf. kt. 580310-0600 þar sem óskað er eftir lóð við Strandgötu á Bíldudal og að gerð verði breyting á deiliskipulagi á hafnarsvæðinu á Bíldudal. Lagt fram minnisblað frá Siglingastofnun um landfyllingu á deiliskipulagssvæðinu. Á fundinum voru einnig ræddar aðrar mögulegar staðsetningar á lóðum fyrir Arnarlax.
Bæjarráð tekur vel í erindið og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Íslenska kalkþörungafélagsins hf. og fundi með forsvarsmönnum Arnarlax ehf.
Byggingarfulltrúa og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.




18. mars 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h Arnarlax ehf. kt. 580310-0600 í erindinu er óskað eftir því að deiliskipulag vegna iðnaðarsvæðis á Bíldudalshöfn og Hafnarteigs 4 á Bíldudal sem samþykkt var í b-deild stjórnartíðinda þann 27.2.2013 verði opnað og hugmyndir félagsins um uppbyggingu teknar inn í deiliskipulagið. Einnig er þess óskað að Vesturbyggð hefji vinnu við uppfyllingu á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á Bíldudal og óskar eftir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið. Málinu vísað til bæjarráðs.