Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #680

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. ágúst 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarráð - 679

    Lögð fram til staðfestingar fundargerð bæjarráðs nr. 679. Staðfest með öllum greiddum atkvæðum

      Málsnúmer 1306005F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Hafnarstjórn - 132

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar nr. 132 til staðfestingar. Staðfest með öllum greiddum atkvæðum.

        Málsnúmer 1307004F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skipulags- og byggingarnefnd - 180

        Lögð fram fundargerð skipulags-og byggingarnefndar nr. 180 til staðfestingar.
        Bæjarráðs tekur undir bókun skipulags-og byggingarnefndar vegna skil Skeljungs á lóð þar sem olíutankar stóðu á Vatneyri á Patreksfirði. Bæjarráðs furðar sig á vinnubrögðum Umhverfisstofnunar á úttektinni á svæðinu. Bæjarráð felur bygginarfulltrúa að óska eftir því við Skeljung að fyrirtækið hreinsun á svæðinu og ljúki mótvægisaðgerðum fyrir 1. september 2013 með viðurkenndum aðferðum sbr. fyrri bókanir skipulags-og byggingarnefndar og hafnarstjórnar.

        Sérstaklega voru samþykktir liðir 2, 3, 4, og 5. liðir fundargerðarinnar.

        2. 1304036 Deiliskipulag Fit á Barðaströnd.
        Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tveimur sumarhúsum á Holtsfit á Barðaströnd með landnúmer 139797 á reitum merktum með númerum 1 og 2 á teikningu. tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí 2013 til 25. Júní 2013. Athugasemd barst varðandi skilgreingu á landamörkum við Holt og óskað er eftir því að landarmerkin verði færð 33 m suður. Vísað verður í þinglýst gögn vegna landamerkja við Holt. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun. Gerðar voru þær breytingar á tillögunni m.t.t umsagnar Siglingastofnunar að gólfhæð var sett í 3,6 m. Forsendur sipulagsinns eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 en á bls 45 segir að á landbúnaðarsvæðum er heimilt að reisa allt að 3 frístundahús án þess að breyta þurfi aðalskipulagi og var því fallið frá gerð svokallaðar skipulagslýsingar fyrir deiliskipulagið. Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

        3. 1304035 Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð.
        Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fóðurstöðvar Naust í Fossfirði. Gerðar hafa verið þær breytingar á auglýstri skipulagstillögu að stærð iðnaðalóðar var minkuð úr 58.000 m2 í 28.400 m2. Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í ný samþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Minnjaverði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 28.400 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Bæjarráð samþykkir skipulagið og felur byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

        4. 1304035 Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði
        Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fóðurstöðvar Naust í Fossfirði. Gerðar hafa verið þær breytingar á auglýstri skipulagstillögu að stærð iðnaðalóðar var minkuð úr 58.000 m2 í 28.400 m2. Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í ný samþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Minnjaverði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 28.400 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Bæjarráð samþykkir skipulagið og felur byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

        5. 1211083 Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði
        Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga vegna Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Landhelgisgæslunni. Gerðar hafa verið breytinga á vegtengingu við Vestfjarðarveg mt.t. til athugasemda Vegagerðarinnar. Bæjarráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

        Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Bæjarráð samþykkir skipulögin og felur skipulagsfulltrúa skipulögin til fulllnaðarafgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Fundargerðin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

          Málsnúmer 1306006F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Almenn erindi

          4. Skipulagsmál og fiskeldi í Arnarfirði

          Lagt fram bréf frá Höskuldi Steinarssyni fh. Fjarðalax varðandi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að aukin framleiðsla á laxi í Fossfirði um 4.500 tonn skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum.

          Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar bókun sína frá 648. fundi sínnum og lýsir yfir á hyggjum vegna þeirra tafa sem ákvörðun Skipulagsstofnunar kann að valda á uppbyggingu laxeldisfyrirtækja í Arnarfirði og frekari atvinnnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Nú þegar hafa leyfismál í tengslum við uppbyggingu í laxeldi í Arnarfirði verið að veltast um hjá stjórnvöldum í nokkur ár með tilheyrandi óvissu og töfum. Sú óvissa hefur valdið íbúum og samfélaginu öllu miklum skaða. Er það mikið áhyggjuefni hvernig staðið er að þessum málum hjá stjórnvöldum. Rétt er að benda á að sveitarfélagið Vesturbyggð hefur áður bent á í umsögnum sínum vegna leyfisumsókna laxeldisfyrirtækjanna á svæðinu að það telji að ekki þurfi umhverfismat vegna laxeldis í sjó í Arnarfirði. Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur til þess að vinnu við umhverfismatið verði flýtt eins og kostur er.

            Málsnúmer 1307068

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Trúnaðarmál

            Trúnaðarmál. Bæjarstjóra falið að kalla hlutaðeigendur á fund með bæjarráði.

              Málsnúmer 1307067

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Styrkumsókn. Bildalian Chronicles

              Lögð fram styrkumsókn frá Ingimar Oddssyni vegna Bildalian Chronicles.
              Ingimar Oddsson kom inn á fundinn og kynnti verkefnið.

              Bæjarráð samþykkir 200 þúsund króna styrk til verkefnisins.

                Málsnúmer 1307066

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Strandgata, gatnagerð og lagnir. Útboð

                Lögð fram tilboð í gatnagerð og lagnir í Strandgötu á Bíldudal.
                Tilboð bárust frá:
                Allt í járnum: 21.170.710 kr
                Frávikstilboð frá Allt í járnum: 15.664.295 kr.
                Lás ehf. : 26.940.000 kr.

                Bæjarráð hafnar öllum framlögðum tilboðum.

                  Málsnúmer 1307065 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.

                  Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
                  Guðrún Eggertsdóttir gerði athugasemdir við orðalag, óskar eftir að í skipulagslýsingunni verði tekið tillit til frekari atvinnuuppbyggingu á Bíldudal og atvinnufyrirtækja sem hafa lýst áhuga sínum á iðnaðarlóðum á Bíldudal.
                  Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir skipulagslýsinguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við framkomnar athugasemdir skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

                    Málsnúmer 1307062 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Birkimelsskóli

                    Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri kom inn á fundinn.
                    Rætt um stöðu Birkimelsskóla í ljósi vöntunar á kennurum og erfiðleika með að fá aðila til að sinna skólaakstri.

                    Skrifstofustjóra og skólastjóra boða foreldra skólabarna á fund með bæjarráði og fræðslunefnd.

                      Málsnúmer 1307075

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Fundir með innanríkisráðherra, atvinnuvegaráðherra og heilbrigðisráðherra.

                      Bæjarstjóri og Ásdís Snót Guðmundsdóttir upplýstu um fundi með innanríkisráðherra, atvinnuvegaráðherra og heilbrigðisráðherra.
                      Á fundunum var samþykkt að stofna samráðshóp Atvinnuvega og Innanríkisráðuneyta, Atvest og Vesturbyggðar. Bæjarráð skipar Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, Guðrúnu Eggertsdóttur og Ásthildi Sturludóttur í samráðshópinn.
                      Á fundi í Heilbrigðisráðuneyti var óskað eftir viðræðum um endurbætur á HSP og yfirtöku á rekstri HSP.

                        Málsnúmer 1308007

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Tilboð í mat á ástandi, hönnun og gerð útboðsgagna á Aðalstræti á Patreksfirði.

                        Lagt fram tilboð frá Verkís í mat á ástand, hönnun og gerð útboðsgagna á Aðalstræti á Patreksfirði.
                        Tilboðið er tvíþætt:
                        a. Gagnaöflun, vatns og frárennslislagnir, stærðir, legu og ástand auk upplýsinga um burðarlag, 695 þúsund án vsk.
                        b. Mælingar, hönnun og gerð útboðsgagna, 3.475.000 kr. án vsk.

                        Bæjarráð samþykkir a lið í tilboðsins.

                          Málsnúmer 1308006

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Til kynningar

                          8. Arnarlax beiðnu um umhverfismat vegna framleiðsluaukningu

                          Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun vegna beiðni Arnarlax ehf um að nýta sér heimild til að sleppa að fá fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um mögulega matsskyldu og láta þess í stað strax fara fram mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur að rök mæli með því að fyrirtækið óski þessarar málsmeðferðar og felst á hana.

                            Málsnúmer 1307063

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00