Hoppa yfir valmynd

Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.

Málsnúmer 1307062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 10. október 2013 unnið af Landmótun.
Viðfangsefni breytingarinnar á Bíldudal er breytt afmörkun þéttbýlis, nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal og verslunar- og þjónustusvæði (V3) sem verður athafnasvæði. Á Patreksfirði er leiðrétt afmörkun íbúðasvæðis þar sem hluti að því verður athafnasvæði.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 4.okt 2013.
Minjaverði Vesturlands dags. 30.sept 2013.
Vegagerðin 17.sept 2013.
Umsagnir voru ítrekaðar 10.okt s.l.

Tekið var mið af umsögnum umsagnaraðila við gerð breytingarinnar.
Kynning á breytingu fór fram 11. október 2013 á opnu húsi á skrifstofu tæknideildar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með þeim fyrirvara að breyting við Mikladalsveg á Patreksfirði sé undanskilin.
Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010




16. ágúst 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

IA kom aftur inn á fundinn. Lögð fram skipulag- og matsslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal. Lýsingin er dagsett 15.08.2013 og er unnin af Landmótun.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að iðnaðarsvæði I3 verði stækkað til suðurs að hætturmatslínum fyrir tengda starfsemi. Nefndin samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010




2. ágúst 2013 – Bæjarráð

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
Guðrún Eggertsdóttir gerði athugasemdir við orðalag, óskar eftir að í skipulagslýsingunni verði tekið tillit til frekari atvinnuuppbyggingu á Bíldudal og atvinnufyrirtækja sem hafa lýst áhuga sínum á iðnaðarlóðum á Bíldudal.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir skipulagslýsinguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við framkomnar athugasemdir skv. skipulagslögum nr. 123/2010.




17. mars 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Sveitastjórn samþykkti á fundi þann 16.10.2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
Tillagan var auglýst frá 30. Janúar 2014 með athugasemdarfrest til 14. mars 2014. Umsagnir höfðu áður borist frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjaverði Vesturlands og Vegagerðinni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila.
Athugasemd barst frá Gunnari Sean Eggertssyni, gerir hann athugasemd við að ósk hans um breytingu á aðalskipulagi sem hann sendi inn og var samþykkt hjá skipulags- og byggingarnefnd þann 09.12.13 og hjá bæjarstjórn þann 20.12.2013. hafi ekki verið innifalin í þeirri aðalskipulagsbreytingu er nú er í auglýsingu.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að breyta tillögunni til samræmis við þá athugasemd er barst og með þeim breytingum samþykkir nefndin tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010.