Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #682

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. september 2013 og hófst hann kl. 17:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. SÍS Fjármálaráðstefna 2013

Lagt fram tölvubréf dags. 10. sept. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2013 sem haldin verður dagana 3. og 4. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa að mæta á ráðstefnuna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. NAVE fundargerð stjórnar nr.83

Lögð fram fundargerð 83. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 5. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Brunabót ágóðahlutagreiðsla 2013

Lagt fram bréf dags. 6. sept. sl. frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er að Vesturbyggð verði greitt 2.176.500 kr. sem hlutdeild í ársgreiðslu til sveitarfélaganna úr Sameignarsjóði EBÍ.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. HeilVest eftirlitsskýrsla leikskólinn Araklettur

Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 28. ágúst sl. vegna leikskólans Arakletts, Patreksfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og láta fara í viðeigandi úrbætur, og boðar leikskólastjóra Arakletts á næsta fund bæjarráðs

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Reykhólahreppur vegna leitar og fjallskila

Lagt fram bréf dags. 27. ágúst sl. frá Reykhólahreppi varðandi fjallskil 2013.
Bæjarráð vísar erindinu til fjallskilanefndar til umfjöllunar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sókanrnefnd Bíldudalskirkju beiðni um afnot af landsvæði til fegrunar

Lagt fram bréf dags. 27. ágúst sl. frá Páli Ágústssyni f.h. sóknarnefndar Bíldudalssóknar þar sem sóknarnefndin óskar að fá til afnota svæði sem liggur að hlið kirkjunnar og að gafli "Gamla skóla" til umsýslu og umhirðu.
Bæjarráð samþykkir erindi sóknarnefndar Bíldudalssóknar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Umferðaleikrit vinstri-hægri fyrir yngsta stig grunnskóla styrkumsókn

Lagt fram tölvubréf dags. 22. ágúst sl. frá Önnu Bergljótu Thorarensen f.h. leikarahóps þar sem sótt er um styrk til umferðarfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla Vesturbyggðar til að sýna leikritið "Vinstri-Hægri-Vinstri".
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skólastjórnenda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sala á neðri hæð að Urðargötu 23 tilboð

Lagt fram minnisblað dags. 13. september sl. frá LEX lögmannastofu varðandi sölu á Urðargötu 23 n.h.
Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið dagskrár. Bæjarráð frestar sölu á íbúðinni og felur skrifstofustjóra að hafa samband við tilboðsgjafa.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sameining sveitarfélaga

Lagður fram 8. tölul. fundargerðar 458. fundar hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps varðandi sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Ráðningarmál - forstöðumaður tæknideildar.

Bæjarstjóri upplýsti um ráðningarmál forstöðumanns tæknideildar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa embættið aftur. Umsóknarfrestur verði framlengdur til 7. október nk.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00