Hoppa yfir valmynd

Ráðningarmál - byggingarfulltrúi Vesturbyggðar

Málsnúmer 1308057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. nóvember 2013 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað frá Attentus-mannauður og ráðgjöf vegna ráðningar byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.
Bæjarráð samþykkir að hafna öllum umsækjendum og bæjarstjóra falið að undirbúa samninga við Verkís um verkefni byggingarfulltrúa í Vesturbyggð. Samningur verður lagður fram á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóra falið að segja upp samstarfssamningi við Tálknafjarðarhrepp um þjónustu byggingarfulltrúa. Vesturbyggð þakkar Tálknafjarðahreppi fyrir gott samstarf.




9. október 2013 – Bæjarráð

Lagðar fram til kynningar umsóknir um embætti byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.
10 einstaklingar sóttu um embættið.
Attentus mannauður og ráðgjöf mun meta umsóknirnar og sjá um viðtöl við umsækjendur.




16. september 2013 – Bæjarráð

Bæjarstjóri upplýsti um ráðningarmál forstöðumanns tæknideildar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa embættið aftur. Umsóknarfrestur verði framlengdur til 7. október nk.




26. ágúst 2013 – Bæjarráð

Rætt um ráðningarmál forstöðumans tæknideildar.