Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #685

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. október 2013 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2014.

    Mættir til viðtals við bæjarráð skólastjóri Tónlistarskóla, forstöðumaður félagsheimilisins á Patreksfirði, forstöðumaður, íþróttamiðstöðvarinnar á Patreksfirði, forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði og starfsmaður tæknideildar, slökkviliðsstjóri og forstöðumaður bókasafna vegna tillagna að gerð fjárhagsáætlunar 2014.

      Málsnúmer 1308059 14

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Skipulagsmál - afgreiðsla erinda.

      Lagt fram bréf dags. 15. okt. sl. frá Barða Sæmundssyni er varðar ábendingu frá honum um að erindi hans dags. 12. sept. hafi ekki verið svarað. Bæjarráð harmar að erindi hans hafi ekki komist á dagskrá, en bætir úr því hér með. Í erindi 12. sept. óskar bréfritari svara við erindum er varða götukant, neysluvatn og ljósastaur. Öllum þessum erindum hefur að því er bæjarráð kemst næst verið komið í farveg.

      Erindi varðandi uppsetningu á ljósastaur frá 14. desember 2011. Erindinu hefur verið komið í farveg í samráði við OV og telst afgreitt.

      Erindi varðandi götukant frá 9. maí 2012. Þá óskar bréfritari upplýsinga um hvað hafi orðið af kostnaðaráætlun er gera átti um verkið. Rétt er að skipulags- og bygginganefnd bókaði á 163. fundi dags. 29. maí 2012, að óskað væri eftir kostnaðaráætlun um málið og hún yrði kynnt í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti fundargerðina á 248. fundi sínum þann 20. júní 2012. Ekki var talin þörf á kostnaðaráætlun þar sem um minnháttar framkvæmd var að ræða og rúm innan fjárhagáætlunar ársins og var forstöðumanni þjónustumiðstöðvar falið að vinna verkið. Hins vegar afþakkaði bréfritari þessa framkvæmd þegar hafist var handa, skv. upplýsingum þeim er bæjarráð hefur fengið. Rétt er að geta þess að í vinnslu er deiliskipulagsbreyting við Aðalstræti 100, en þar er gert ráð fyrir nýrri aðkomu að félagsheimili og Mikladalsvegi frá Strandgötu og er sú deiliskipulagsbreyting nú í auglýsingaferli.

      Erindi er varðar neysluvatn við geymsluhúsnæði Loga ehf. við Patrekshöfn. Erindi tekið fyrir á 671. fundi bæjarráðs. Þar var ákveðið að fela forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að vinna verkið, en láðist að bóka það í fundargerð. Því miður hefur það orðið svo að vegna anna starfsmanna þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði hefur ekki verið unnt að ljúka framkvæmdum við vatnslagnir að geymsluhúsnæði Loga ehf. Bæjarráð ítrekar fyrri óskir sínar um að úr því verði bætt við fyrsta tækifæri. Bæjarráð samþykkir að endurgreiða álagt vatnsgjald 2013 að upphæð 16.020 kr. og 6.331 kr. fyrir tímabilið ágúst-desember 2012 á geymsluhúsnæði Loga ehf við Patrekshöfn.

        Málsnúmer 1310022

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00