Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #689

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 1. nóvember 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Til kynningar

    1. Jöfnunarsjóður nýbúafræðsla 2014 upplýsingar

    Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði vegna nýbúafræðslu fyrir árið 2014.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1310050

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Samtökin 78 jafningjafræðsla í skólum

      Lagt fram bréf frá Samtökunum 78 vegna jafningjafræðslu í skólum. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar málinu til fræðslunefndar.

        Málsnúmer 1311005

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Almenn erindi

        2. Tálknafjarðarhr.varðar niðurgreiðslu leikskólagjalda

        Lagt fram bréf frá Tálknafjarðarhreppi vegna umsóknar um vistun barns á leikskóla í Vesturbyggð.
        Bæjarráð samþykkir erindið.

          Málsnúmer 1310049

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          3. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2013-2014

          Bæjarstjóri og GE véku af fundi vegna vanhæfis.
          Lagt fram bréf frá Atvinnuvegaráðuneyti vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013-2014.
          Vísað er í ákvæði reglugerðar nr. 665/2013 frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta Bíldudals. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerðinni:
          1. málsl. 1. mgr. 6 .gr. breytist þannig:
          Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags...

            Málsnúmer 1309024 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            4. Kvörtur íbúa Hólum Pf.

            Lagt fram bréf frá Gunnari Sean Eggertssyni fh. íbúa á Hólum á Patreksfirði þar sem kvartað er yfir ástandi götunnar. Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfriturum og felur tækndeild að huga að endurbótum á götunni.

              Málsnúmer 1311003

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Glerskipti

              Lagt fram minnisblað vegna glerskipta í FHP. Samþykkt að taka tilboði Glerborgar og Eikar hf. í glerskipti í Félagsheimilið á Patreksfirði. Samtals kostnaður er 1.940.144 kr.

                Málsnúmer 1311010

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Birta fél.eldriborgara varðar gjaldtöku og fl.

                Lagt fram bréf frá Birtu félagi eldri borgara í Vestur-Barðastrandarsýslu vegna gjaldtöku í Eyrarseli og Læk. Umræður um erindið og því frestað til næsta fundar.

                  Málsnúmer 1311009 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fjárhagsáætlun 2014.

                  Rætt um fjárhagsáætlun 2014, gjaldskrár og viðbótarverkefni.

                    Málsnúmer 1308059 14

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Endurheimt votlendis í Selárdal

                    Lagt fram tölvubréf frá Sigurði Þráinssyni, Atvinnuvegaráðuneyti, vegna fyrirspurnar um endurheimt votlendis á Selárdalsjörðinni.

                    Bæjarráð Vesturbyggðar mælir ekki með þessum framkvæmdum enda eru tún nú þegar nýtt til slægju af nágrannabændum, þrátt fyrir að verkefnið um endurheimt votlendis sé jákvætt að flestu leyti. Vesturbyggð lagði mikla áherslu á að landbúnaðarhagsmunir væru tryggir þegar núverandi deiliskipulag var unnið og getur því ekki sætt sig við að þessir hagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni þeirra örfáu bænda sem eftir eru í Arnarfirði og reyna að draga björg í bú á þessum afskekkta stað. Fyrirhugaðar aðgerðir munu draga úr getu íbúa til að stunda búskapog hagsmunir þeirra ganga augljóslega fyrir öllu þegar óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins. Erindi vísað til Landbúnaðarnefndar.

                      Málsnúmer 1311011 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00