Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #694

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. desember 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 693

    Lögð fram fundargerð 693. fundar bæjarráðs frá 26. nóvember 2013.
    1.tölul.: Rætt um fund bæjarráðs með safnverði Minjasafns Egils Ólafssonar. Bæjarráð óskar eftir að safnvörður afli frekari samanburðagagna um rekstur annarra sambærilegra safna. Óskað er að upplýsingarnar verði lagðar fyrir fund bæjarráðs í lok janúar nk.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1311014F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Fjárhagsáætlun 2014.

      Lagt fram yfirlit breytinga ásamt fylgiskjölum á frumvarpi að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2014.
      Bæjarráð vísar tillögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

        Málsnúmer 1308059 14

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2013 - viðaukar.

        Lagður fram listi dags. 27. nóvember sl. með viðaukum við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2013.
        Bæjarráð samþykkir viðaukanna við fjárhagsáætlun 2013.

          Málsnúmer 1311072 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Birta fél.eldriborgara varðar gjaldtöku og fl.

          Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 26. nóvember sl. með umsögn um bréf Birtu, félag eldri borgara, vegna gjaldtöku fyrir félagsstarf aldraðra.
          Bæjarráð felur skrifstofustjóra að svara erindi Birtu, félags eldri borgara.

            Málsnúmer 1311009 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sýslumaðurinn beiðni um niðurfellingu gjalda

            Lagt fram bréf dags. 15. nóvember sl. frá Sýslumanninum á Patreksfirði með ósk um að afskrifa óinnheimtanleg þing- og sveitarsjóðsgjöld.
            Bæjarráð samþykkir erindi. Fært í trúnaðarmálabók.

              Málsnúmer 1311080

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umhverfis-og samgöngunefnd beiðni um umsögn mál 152

              Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 18.nóvember sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum), 152.mál.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1311083

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. BS aðkoma að deiliskipulagi vegna breytinga við vélsm.Loga

                Lagt fram bréf dags. 20. nóvember sl. frá Barða Sæmundssyni f.h. Vélsmiðjunnar Loga, varðandi deiliskipulag vegna ofanflóðavarna við Aðalstræti 100 og nágrenni á Patreksfirði.
                Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga hjá skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar.
                Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.

                  Málsnúmer 1312007

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Arnarlax aukning á framleiðslu á laxi í 7000þús.tonn

                  Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi undir þessum lið.
                  Lagt fram bréf frá Verkís hf dags. 29. nóvember sl. með beiðni um umsögn sveitarfélagsins varðandi aukingu á framleiðslu Arnarlax hf á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn. Arnarlax ehf hefur í dag starfs- og rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna ársframleiðslu í Arnarfirði.
                  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun um aukningu á framleiðslu Arnarlax ehf á laxi á sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn.

                    Málsnúmer 1312003 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Landgræðsla ríkisins beiðni um styrk vegna "Bændur græða landið"

                    Lagt fram bréf dags. 21. nóvember sl. frá Landgræðslu ríkisins með beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2014.
                    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 48.000 kr. vegna ársins 2014.

                      Málsnúmer 1312006

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      10. Menntamálar. reglubundin rannsókn á högum barna

                      Lagt fram bréf dags. 14. nóvember sl. frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með niðurstöðum úr æskulýðsrannsókninni "Ungt fólk 2013 í 5., 6. og 7.bekk grunnskóla."
                      Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og íþrótta- og æskulýðsnefndar.

                        Málsnúmer 1311084 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Eftirlitsnefnd bréf til endurskoðenda sveitarfélaga

                        Lagt fram dreifibréf dags. 25. nóvember sl. frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til endurskoðenda ársreikninga sveitarfélaga vegna framkvæmdar á endurskoðunarvinnu.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1312004

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00