Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #705

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. maí 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Þórir Sveinsson kom inn á fundinn undir liðum 7, 8, og 14.

    Til kynningar

    1. SÍS málþing um skólamál 8.sept.2014

    Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna málþings um skólamál 8. september 2014.

      Málsnúmer 1405028 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      12. Hótel Látrabjarg vegna vatnsgjalds

      Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
      Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneyti vegna vatnsgjalds Hótel Látrabjargs. Bæjarráð felur skrifstofustjóra að svara erindinu.

        Málsnúmer 1405043

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        14. Fræðslugreining og símenntunaráætlun Vesturbyggðar

        Lögð fram til kynningar Fræðslugreining og símenntunaráætlun Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 1405017

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          15. Landsnet drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 kynning

          Lögð fram til kynningar drög að umhverfisskýrslu Kerfisáætlunar 2014-2023.

            Málsnúmer 1405034

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            16. Hættulegur kafli fyrir gangandi

            Lagt fram til kynningar bréf frá Geir Gestssyni, íbúa á Patreksfirði, til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir göngustíg meðfram Strandgötu á Patreksfirði.
            Bæjarstjóra falið að ítreka áður send erindi um samstarf við Vegagerðina um gerð reiðhjóla og göngustíga meðfram Strandgötu á Patreksfirði.
            Bæjarstjóra er einng falið að óska eftir við Vegagerðina að fá ljósa hraðaskilti á Strandgötu á Patreksfirði, neðan leikskólans Arakletts.

              Málsnúmer 1405040

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              17. Heil-Vest starfsskýrsla 2013

              Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013 til kynningar.

                Málsnúmer 1405035

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Almenn erindi

                2. Reglur um ungmennaráð

                Bæjarráð samþykkir breytingatillögur íþrótta og æskulýðsnefndar varðandi skipan í ungmennaráð.

                  Málsnúmer 1303054 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  3. Slysavarnir á leiksvæðum

                  Guðrún Eggertsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: Gert verði sérstakt átak stax til að bæta aðstöðu og huga betur að öryggisatriðum á opnum leikvöllum í eigu sveitarfélagsins.

                  1. Settar verði gúmmímottur eða þar til gert öryggis- undirlag undir leiktæki.
                  2. Endurnýjaðar verði gúmmislöngur á rólum, sem eru orðnar hættulegar og börn klemma sig á þeim.
                  3. Setja náttúrleg leiktæki eins og steina, drumba og sandkassa eða sambærilegt til að bæta aðstöðu.
                  4. Settur verði upp hjólabrettarampur á Patreksfirði og Bíldudal sem fyrst.

                  Tillaga samþykkt. Forstöðumanni Tæknideildar falið að framkvæmda og útfæra tillögurnar.

                    Málsnúmer 1405061 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    4. Vinabæjarmót 2014

                    Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
                    Lögð fram drög að dagskrá fyrir vinabæjarmót 2014 sem haldið verður 5.-7. september í Vesturbyggð. Skrifstofustjóra falið að halda áfram með málið.

                      Málsnúmer 1401067 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      5. Endurskoðun 2014

                      Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
                      Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar Vesturbyggðar 2013 frá fyrri umræðu í bæjarstjórn. Vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn Vesturbyggðar.

                        Málsnúmer 1404035 4

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        6. Styrkbeiðni

                        Lögð fram styrkbeiðni frá Leikfélaginu Baldrí á Bíldudal vegna leiksýningarinnar Rommí. Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr. styrk til verkefnisins.

                          Málsnúmer 1405019

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          7. Sýslumaðurinn Pf. beiðni um umsögn rekstrarleyfi Aðalstræti 62 ehf.

                          Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Patreksfirði þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um reksrarleyfi Aðalstræti 62 ehf. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

                            Málsnúmer 1405006

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            8. Menntamálanefnd frumvarp til laga um örnefni beiðni um umsögn mál nr.481

                            Lögð fram beiðni um umsögn um mál nr. 481 frá menntamálanefnd Alþingis.

                              Málsnúmer 1404046

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              9. Skilti við Flókatóftir

                              Lögð fram tillaga að skilti við Flókatóftir. Bæjarráð samþykkir tillöguna.

                                Málsnúmer 1404052 2

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                11. Minjastofnun Vatneyrarbúð undirbúningu friðlýsingar

                                Lagt fram bréf þar sem MInjastofnun þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Vatneyrarbúðar. Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við undirbúning friðlýsingarinnar.

                                  Málsnúmer 1405036

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  13. Minjastofnun Gamli barnaskólinn Bd undirbúningur friðlýsingar

                                  Lagt farm til kynningar bréf frá Minjastofnun vegna Gamla barnaskólans á Bíldudal þar sem óskað er eftir athugasemdum við friðlýsingartillögunar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

                                    Málsnúmer 1405037

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Fundargerðir til kynningar

                                    10. Bæjarráð - 704

                                    Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 704.

                                      Málsnúmer 1405001F 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      18. Fundargerðir FV, mars og apríl 2014

                                      Lagðar fram fundargerðir FV frá mars og apríl 2014.

                                        Málsnúmer 1405011

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00