Hoppa yfir valmynd

Átak til að bæta opna leikvelli í eigu Vesturbyggðar.

Málsnúmer 1405061

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. september 2014 – Fræðslu og æskulýðsráð

Fræðslu- og æskulýðsráð leggur áherslu á að gert verði átak á næsta fjárhagsári að lagfæra leikvelli á opnum svæðum í sveitarfélaginu.




20. maí 2014 – Bæjarráð

Guðrún Eggertsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: Gert verði sérstakt átak stax til að bæta aðstöðu og huga betur að öryggisatriðum á opnum leikvöllum í eigu sveitarfélagsins.

1. Settar verði gúmmímottur eða þar til gert öryggis- undirlag undir leiktæki.
2. Endurnýjaðar verði gúmmislöngur á rólum, sem eru orðnar hættulegar og börn klemma sig á þeim.
3. Setja náttúrleg leiktæki eins og steina, drumba og sandkassa eða sambærilegt til að bæta aðstöðu.
4. Settur verði upp hjólabrettarampur á Patreksfirði og Bíldudal sem fyrst.

Tillaga samþykkt. Forstöðumanni Tæknideildar falið að framkvæmda og útfæra tillögurnar.