Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. júní 2014 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Skákfelagið Hrókurinn styrkbeiðni
Lagt fram erindi frá Skákfélaginu Hróknum þar sem óskað er eftir styrk til barna og ungmennastarfs á Grænlandi og Íslandi. Bæjarráð hafnar umsókninni.
2. Bókun bæjarráðs vegna Vestfjarðarvegar 60
Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veglagningar í Gufudalssveit óskar bæjarráð Vesturbyggðar eftir fundi með Vegamálastjóra vegna Vestfjarðarvegar 60.
Jafnframt skorar bæjarráð Vesturbyggðar á forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnson, að hann leggi fram að nýju frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60 sem flutt var upphaflega á 139. löggjafarþingi, 2010-2011.
Samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þolir ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum.
3. Fundartími bæjarráðs
4. Fjárhagsstaða jan-maí.
Lagt fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu janúar til maí.
Bæjarráð óskar eftir tímasettri áætlun um fjárhagsupplýsingar fyrir næsta fund.
6. Heilsustígur
Birna F. Hannesdóttir framkvæmdastjóri HHF kom inn á fundinn og kynnti tillögur að heilsustíg á Bíldudal og Patreksfirði. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Fræðslu og æskulýðsráðs til kynningar.
7. Uppbygging á ferðamannastöðum styrkúthlutun vegna Látrabjargs
Lagt fram bréf frá Atvinnuvegaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um 14 milljón króna styrk til framkvæmda við göngustíga og öryggi við Látrabjarg. Bæjarráð fagnar styrknum.
8. Brattahlíð - viðgerðir íþróttahúsnæðis
Lagt fram minnisblað, verkáætlun og hönnunargögn vegna viðgerða á íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð. Áætlaður heildarkostnaður vegna allra aðgerða; lagfæringu burðarvirkja, starfsmannarýma, endurbóta innanhúss og utanhúss er kr. 51,8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að málinu með áfangaskiptingu. Bæjarstjóra falið að kanna með fjármögnun og áhrifum framkvæmdanna á rekstur sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir bætta aðstöðu fyrir tækjasal og tjaldsvæði á Bíldudal.
9. Sorphirðumál í Vesturbyggð
Lagt fram til kynningar minnisblað vegna sorphirðumála í Vesturbyggð. Vísað til umhverfisnefndar til umræðu.
13. SÍS kosning fulltrúa á landsþing 2014-2018
Ásgeir Sveinsson verður fulltrúi Vesturbyggðar á landsþing 2014-2018
Magnús Jónsson til vara.
Til kynningar
10. Starfsmennefélag Arakletts ályktun fundar 18062014
12. SÍS Námsgagnasjóður
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna úthlutunar úr Námsgagnasjóði. Vísað til skólastjóra.
14. SÍS Hvítbókin um menntamál
16. Jöfnunarsjóður breyting á verkaskiptingu vegna tónlistarnáms
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfunarsjóði þar sem tilkynnt er um tímbundna breytingu á verkaskiptinu ríkis og sveitarfélaga vegna tónlistarnáms.
18. EFS efni: Fjármálastjórn sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga um fjármálastjórn sveitarfélaga á Íslandi.
19. Brunabót styrkur vegna skráningar muna Vatneyrarbúðar
Lagt fram til kynningar bréf frá Brunabótafélagi Íslands þar sem tilkynnt er um úthlutun úr Styrktarsjóði BÍ 2014. Vesturbyggð var úthlutað 500 þúsund króna styk til grunnrannsókna og skráningar muna vegna fyrirhugaðrar sýningar í Vatneyrarbúð. Bæjarráð fagnar styrknum sem nýttur verður til rannsóknarvinnu við skráningu muna úr Vatneyrarbúð.
Fundargerðir til staðfestingar
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00