Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #715

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. október 2014 og hófst hann kl. 10:30

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Nave fundagerð 92. fundar stjórnar 30.09.2014

    Lögð fram fundargerð 92. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1410020

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ársfundru Náttúrustofu Vestfjarða 2014

      Lögð fram fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða 2014.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1410021

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. SÍS fundargerð stjórnar nr. 819

        Lögð fram fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1410030

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. SÍS fundargerð stjórnar nr. 820

          Lögð fram fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
          Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1410031

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            5. Byggðakvóti 2014-2015

            Rætt um úthlutun byggðakvóta til Vesturbyggðar vegna fiskveiðiársins 2014-2015.
            Málinu er vísað til næsta fundar bæjarráðs.

              Málsnúmer 1410042 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannaembætta og breytingar á umdæmum gang í gildi 1. janúar 2015- Umsagnir

              Lagt fram tölvubréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 10.okt. sl. ásamt drögum að reglugerð um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta með beiðni um umsögn.
              Bæjarráð Vesturbyggðar ályktar:
              "Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar þeirri ákvörðun innanríkisráðherra sem kemur fram í drögum að reglugerð um umdæmi sýslumanna og birt var 8. október sl. að sýslumaðurinn á Vestfjörðum verði staðsettur á Patreksfirði enda samræmist það þeim markmiðum sem sett eru fram í umræðuskjali varðandi breytingu á umdæmum lögreglu- og sýslumannsembætta að aðalstöðvar lögreglustjóra verði í öðru bæjarfélagi en aðalskrifstofur sýslumannsembættis. Þannig megi komast hjá röskun í byggðalegu tilliti.
              Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að fjöldi opinberra starfa ríkisins og ríkisstofnana hafi horfið úr sveitarfélaginu á undangengnum misserum og ekkert komið í staðinn. Nýjasta dæmið þessa er að heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði var lögð niður og embætti framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunarinnar flutt til Ísafjarðar.
              Það er jafn langt frá Patreksfirði til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Patreksfjarðar.
              Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir með sveitarstjórn Strandabyggðar að: ”Mikilvægt er fyrir stór og dreifbýl svæði eins og Vestfirði, sem jafnframt eru fámenn og byggðakjarnar margir og smáir, að opinber embætti séu staðsett víðar en í fjölmennasta sveitarfélaginu. Hættan er ávallt sú að allri opinberri þjónustu sé steypt saman í fjölmennasta byggðakjarna hvers svæðis og þar með veikjast allir minni byggðakjarnar svæðsins.“ Jafnframt ítrekar bæjarráð Vesturbyggðar að ráðherra fylgi eftir loforðum um að tryggja fjármagn þannig að hægt verði að staðsetja löglærða fulltrúa í útibúum sýslumanns og efla þjónustu þeirra.“
              Með þessari ákvörðun innanríkisráðherra telur bæjarráð Vesturbyggðar að stórt og markandi skref sé stigið í átt til eflingar svæðisins í heild."

                Málsnúmer 1410032

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ársfundur Nave 2.10.2014- tillaga um aukið framlag.

                Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða dags. 3.okt. sl. með ályktun ársfundar NAVE 2. okt. sl. varðandi viðbótarrekstrarframlög aðildarsveitarfélaga til náttúrustofunnar til að mæta rekstrarvanda hennar.
                Bæjarráð samþykkir að leggja fram viðbótarframlag til reksturs NAVE á árinu 2014 og 2015 með fyrirvara um samþykki allra aðildarsveitarfélaga, og vísar erindinu til viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

                  Málsnúmer 1410040

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Beiðni um heimild til afskrifta óinnheimtanlega þing- og sveitarsjóðsgjöld skv. lista.

                  Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Patreksfirði dags. 1. okt. sl. og 13. okt. sl. með beiðni um afskrift af óinnheimtanlegum þing- og sveitarstjórsgjöldum.
                  Bæjarráð samþykkir erindið og fært í trúnaðarbók.

                    Málsnúmer 1410035

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Aðalstræti 75 - úttekt 17.09.2014

                    Lögð fram skoðunarskýrsla dags. 17. sept. sl. frá Vinnueftirlitinu með úttekt á starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu að Aðalstræti 75, Patreksfirði.
                    Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar.

                      Málsnúmer 1410004

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Vinnueftirlit - Araklettur 17.09.2014

                      Lögð fram skoðunarskýrsla dags. 17. sept. sl. frá Vinnueftirlitinu með úttekt á starfsaðstöðu á leikskólanum Arakletti, Patreksfirði.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1410037 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Eldvarnareftirlit Aðalstr 53a, skoðun nr. 37630 (mál 14-1569)

                        Lagt fram bréf ásamt skýrslu dags. 9. sept. sl. frá slökkviliðsstjóra Vesturbyggðar varðandi eldvarnarskoðun á húsnæði grunnskólans á Patreksfirði.
                        Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar og fræðslunefndar.

                          Málsnúmer 1409061

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Vinnueftirlit - Patreksskóli 17.09.

                          Lögð fram skoðunarskýrsla dags. 17. sept. sl. frá Vinnueftirlitinu með úttekt á starfsaðstöðu í grunnskólanum á Patreksfirði, Patrekskóla.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1410038 3

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Sorphirðumál í Vesturbyggð

                            Rætt um sorphirðumál í Vesturbyggð.

                              Málsnúmer 1409002 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30