Hoppa yfir valmynd

Byggðakvóti 2014-2015

Málsnúmer 1410042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. nóvember 2014 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf dags. 1. nóvember 2014 frá Grétari M. Guðfinnssyni til bæjarstjórnar Vesturbyggðar með ósk um úthlutun byggðakvóta fyrir bát hans.
Til máls tók: Forseti.
Magnús Jónsson vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliðarins.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að svara erindi Grétars M. Guðfinnssonar þar sem fram komi að bæjarráð Vesturbyggðar ákvað á 716. fundi sínum 22. október sl. sérreglur um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu og voru reglurnar sendar til ráðuneytisins fyrir lok tilkynningarfrests, sem var 31. október 2014.




22. október 2014 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 20. okt. sl. frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð (Patreksfjörður, Bíldudalur og Brjánslækjarhöfn) þá verði farið eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 4. júlí 2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014-2015 með eftirfarandi breytingum:

- Brjánslækjarhöfn:
Ásgeir Sveinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins undir þessum málslið dagskrár og vék af fundi.
1. Í 6. gr., 1. mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr “innan hlutaðeigandi byggðarlags” í “innan hlutaðeigandi sveitarfélags". Breyting er gerð vegna þess að engin vinnsla er starfandi í “byggðarlaginu”.

- Patrekshöfn
Magnús Jónsson og Ásthildur Sturludóttir tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins undir þessum málslið dagskrár og viku af fundi.
Bæjarráð gerir engar breytingar á reglugerðinni.

- Bíldudalshöfn
1. Í 1. gr. b-liður, breytist orðalagið úr ”eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2014”, verði “1. okt. 2014”.
2. Í 1. gr. c-liður, breytist orðalagið úr, “eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2014”, verði “1. okt. 2014”. Miðað skal við lögheimili einstaklinga samkvæmt þjóðskrá og heimilisfang lögaðila samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.
3. Í 4. gr. 1. mgr., breytist orðalagið úr ”á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014" í ”á tímabilinu 1. september 2014 til 31. september 2014“.
4. Í 6. gr., 1. mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr “innan hlutaðeigandi byggðarlaga” í “innan hlutaðeigandi sveitarfélags". Breyting er gerð vegna þess að engin vinnsla er í byggðarlaginu en til stendur að sett verði á stofn vinnsla á Bíldudal en ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdum við breytingar á húsnæði verði lokið.

Að öðru leyti er vísað í reglugerð nr. 652/2014.“




20. október 2014 – Bæjarráð

Rætt um úthlutun byggðakvóta til Vesturbyggðar vegna fiskveiðiársins 2014-2015.
Málinu er vísað til næsta fundar bæjarráðs.




9. júní 2015 – Bæjarráð

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við handhafa byggðakvóta á Bíldudal og afla upplýsinga um stöðu málsins í framhaldi af fundi með aðilum 15. maí sl.