Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #730

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. apríl 2015 og hófst hann kl. 10:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Auk þess satu fundinn Kári Þór Guðjónsson stjórnarformaður Fjarðalax, Einar Örn Ólafsson framkvæmdastjóri og Höskuldur Steinarsson staðarstjóri Fjarðalax.
    Auk þess sat Hjörtur Sigurðsson formaður atvinnu-og menningaráðs fundinn.

    Almenn erindi

    1. Fundur með forsvarsmönnum Fjarðalax

    Stjórnendur Fjarðalax komu inn á fund bæjarráðs. Rætt var um uppsagnir fyrirtækisins og hvaða leiðir mætti fara til þess að þær verði dregnar til baka.

    Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra Vesturbyggðar umboð til þess að ljúka samkomulagi við Fjarðalax í samræmi við umræður á fundinum. Fjarðalax mun sömuleiðis draga uppsagnir fjórtán starfsmanna fyrirtækisins sem starfa við vinnslu og pökkun á Patreksfirði. Samhliða mun fyrirtækið, í samvinnu við sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila á svæðinu leita leiða til þess að finna lausn sem tryggir varanlega vinnslu afurða Fjarðalax á atvinnusvæðinu.

      Málsnúmer 1503058 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30