Hoppa yfir valmynd

Fundur með forsvarsvmönnum Fjarðalax

Málsnúmer 1503058

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. apríl 2015 – Bæjarráð

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum á fundum með forsvarsmönnum Fjarðalax í framhaldi bókunar á 729. fundi bæjarráðs þann 28. mars sl. og fundar aukins bæjarráðs með forsvarsmönnum Fjarðalax 7. apríl sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.




7. apríl 2015 – Bæjarráð

Stjórnendur Fjarðalax komu inn á fund bæjarráðs. Rætt var um uppsagnir fyrirtækisins og hvaða leiðir mætti fara til þess að þær verði dregnar til baka.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra Vesturbyggðar umboð til þess að ljúka samkomulagi við Fjarðalax í samræmi við umræður á fundinum. Fjarðalax mun sömuleiðis draga uppsagnir fjórtán starfsmanna fyrirtækisins sem starfa við vinnslu og pökkun á Patreksfirði. Samhliða mun fyrirtækið, í samvinnu við sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila á svæðinu leita leiða til þess að finna lausn sem tryggir varanlega vinnslu afurða Fjarðalax á atvinnusvæðinu.