Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #736

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. júní 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Varðar grenjavinnslu.

    Mættir til viðræðna við bæjarráð Marino Thorlacius og Eyjólfur Tryggvason varðandi grenjavinnslu í fyrrum Rauðasandshreppi.
    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

      Málsnúmer 1506018 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Frönsk tengsl í Vesturbyggð

      Vísað er til 2. tölul. 725. fundargerðar bæjarráðs frá 17. febrúar 2015. Mætt til viðræðna við bæjarráð María Óskarsdóttir og Halldór Árnason um frönsk menningartengsl við sunnanverða Vestfirði.
      Bæjaráð felur bæjarstjóra að ráða Maríu Óskarsdóttur tímabundið í hlutastarf til að sinna frönskum menningartengslum í Vesturbyggð.

        Málsnúmer 1506043

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. SÍS 70ár frá stofnun og fyrsta þingi 38 sveitarfélaga

        Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgiskjölum dags. 12. júní sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi 70 ára afmæli sambandsins.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1506028

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Brunabótafél. aðalfundarboð 23.sept.2015

          Lagður fram tölvupóstur dags. 9. júní sl. frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands með boði um aðalfund félagsins sem haldinn verður 23. september nk. á Grand Hóteli, Reykjavík.
          Bæjarráð felur fulltrúum sínum að sækja fundinn.

            Málsnúmer 1506027

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Beiðni um nýtingu á túni við Sauðlauksdalsvatn

            Lagt fram bréf dags. 12. júní sl. frá Ólöfu Matthíasdóttur þar sem óskað er heimildar að nýta tún við Sauðlauksdalsvatn til slægna.
            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

              Málsnúmer 1506026

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sumarfrí bæjarstjórnar 2015.

              Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu um sumarfrí bæjarstjórnar á 264. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 24. júní nk.

                Málsnúmer 1506033 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Endurbætur á leiksvæðum í Vesturbyggð

                Vísað er til 7. tölul. fundargerðar 735. fundar bæjarráðs frá 9. júní sl. Elfar Steinn Karlsson, forst.m. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
                Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að vinna áfram að málinu.

                  Málsnúmer 1505053 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Sorpsamningur-viðauki

                  Lögð fram samningsdrög um sorphirðu vegna "blátunnu".
                  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

                    Málsnúmer 1504001 6

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Langahlíð 18, Bíldudal

                    Lagt fram bréf dags. 13. maí sl. frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi nýtingu húsnæðisins við Lönguhlíð 18, Bíldudal. Ráðuneytið heimilar sveitarfélaginu að leigja út húsnæðið með ákvörðun um kvöð um takmarkaða viðveru.
                    Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja um leigu á húsnæðinu Lönguhlíð 18 með viðauka við núverandi sambærilega samninga í samræmi við umræður á fundinum.

                      Málsnúmer 1501029 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Framkvæmdir 2015

                      Lögð fram kostnaðaráætlun um gatnaframkvæmdir í sveitarfélaginu sumarið 2015. Elfar Steinn Karlsson, forst.m. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
                      Bæjarráð samþykkir að bjóða út framkvæmdir á Patreksfirði frá Eyrargötu að Aðalstræti 31. Forstöðumanni tæknideildar falið að fylgja málinu eftir.

                        Málsnúmer 1501037 13

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00