Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #755

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. janúar 2016 og hófst hann kl. 09:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

Almenn erindi

1. Framkvæmdir 2016

Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar um framkvæmdir á árinu 2015 og 2016.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Flugstöð á Patreksfirði

Vísað er í 5. tölul. 743. fundar bæjarráðs frá 6. október 2015.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að falla frá kaupum á fasteign Isavia ohf, flugstöðinni Sauðlauksdal 139919, fastanr. 212-3543.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tjarnarbraut 3

Lagður fram kaupsamningur ásamt fylgiskjölum milli Ríkissjóðs Íslands og Vesturbyggðar um kaup á fasteigninni Tjarnarbraut 3, Bíldudal. Kaupverð er 3.389.000 kr.
Bæjarráð samþykkir kaup á Tjarnarbraut 3, Bíldudal og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning og afsal, og vísar fjármögnun kaupanna til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Rekstur og fjárhagsstaða 2015.

Lagt fram yfirlit yfir niðurfellingar og afskriftir niðurfærðra viðskiptakrafna. Færð í trúnaðarmálabók.
Lagt fram bréf dags. 8. janúar 2016 frá Bs. Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks þar sem Vesturbyggð er gert að greiða 1,8 millj.kr. vegna viðbótarframlags 2015 til reksturs byggðasamlagsins. Bæjarráð Vesturbyggðar leggur áherslu á að farið verði í ítarlega skoðun á rekstri Bs. Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og fundin leið til hagræðingar þannig að aðildarsveitarfélögin séu ekki að greiða kostnað umfram þau framlög sem fást frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sögufélag Barðastrandarsýslu beiðni um styrk

Lagt fram bréf dags. 7. janúar sl. frá Sögufélagi Barðastrandarsýslu með beiðni um 120.000 kr. styrk vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2015.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. HeilVest fundargerð stjórnar nr.104

Lögð fram fundargerð ásamt fylgiskjölum 104. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 11. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. HeilVest neysluvatnssýni Pf.-Bd.

Lagt fram bréf dags. 26. nóvember sl. ásamt fylgiskjölum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um sýnatöku á neysluvatni Patreksfirðinga og Bíldælinga. Vatnsýnin stóðust gæðakröfur skv. reglugerð nr. 556/2001.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. SÍS fundargerðir stjórnar nr.833 og 834

Lagðar fram fundargerðir 833. fundar frá 30. nóvember sl. og 834. fundar frá 11. desember sl. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. SÍS varðar B-gatnagerðargjöld

Lagður fram tölvupóstur til allra sveitarfélaga dags. 23. desember 2015 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á frumvarpi innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Velferðarnefnd frumvarp til laga um húsnæðisbætur beiðni um umsögn mál nr.407

Lagt fram tölvubréf dags. 21. desember sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (heildarlög), 407. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Velferðarnefnd frumvarp til laga um húsaleigulög beiðni um umsögn mál nr.399

Lagt fram tölvubréf dags. 27. desember sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Velferðarnefnd tillaga um almennar íbúðir beiðni um umsögn mál nr.435

Lagt fram tölvubréf dags. 21. desember sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00