Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #760

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. apríl 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Íbúaþing í Vesturbyggð

    Lagður fram tölvupóstur dags. 18. mars sl. frá ILDI ehf varðandi íbúaþing í Vesturbyggð.
    Bæjarráð samþykkir að íbúaþing verði haldið laugardaginn 16. apríl kl. 11:00-16:00 og sunnudaginn 17. apríl kl. 11:-17:00 í félagsheimili Patreksfjarðar, Patreksfirði.

      Málsnúmer 0911046

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ársreikningur 2015.

      Lögð fram útskrift rekstrar ársins 2015. Ársreikningur 2015 er í vinnslu og verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 13. apríl nk.

        Málsnúmer 1604001 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Aðalfundur Lánasjóðs sveitafélaga ohf

        Lagt fram dreifibréf ódags. frá Lánasjóði sveitarfélaga með fundarboði á aðalfund sjóðsins föstudaginn 8. apríl nk.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1603090

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - heimagisting að Brunnum 4, Patreksfirði, beiðni um umsögn.

          Lagt fram bréf dags. 21. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn á umsókn Páls Vilhjálmssonar um heimagistingu að Brunnum 4, Patreksfirði.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

            Málsnúmer 1603078 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Móra ehf rekstrarleyfi, beiðni um umsögn.

            Lagt fram bréf dags. 22. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn á umsókn Móru ehf. um ferðaþjónustu á Barðaströnd. Ásgeir Sveinsson vék sæti við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
            Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

              Málsnúmer 1603077 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. SÍS fundargerð stjórnar nr. 837

              Lögð fram fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 18. mars sl.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1603091

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Umhverfis- og samgöngunefnd - beiðni um umsögn, mál nr. 247.

                Lagt fram tölvubréf dags. 16 mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1603071

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00