Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #764

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 3. maí 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Ferðaþjónusta Vestfjarða - rekstur upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði.

    Mætt til viðræðna við bæjarráð Gunnþórunn Bender, framkv.stj. Ferðaþjónustu Vestfjarða ehf, um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á Patreksfirði.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

      Málsnúmer 1602021 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Verðmat á Stekkum 21

      Lagt fram verðmat dags. 20. apríl sl. frá Fasteignasölu Vestfjarða í eignina Stekka 21, Patreksfirði.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1604083

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Lánasjóður sveitarfélaga - arðgreiðsla 2015.

        Lagt fram bréf dags. 14. apríl sl. frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu til Vesturbyggðar vegna ársins 2015 að upphæð 5.522.880 kr. að frádregnum fjármagnsskatti.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1604070

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

          Lagður fram tölvupóstur dags. 28. apríl sl. frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og bréf dags. 31. mars sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi málefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
          Erindinu frestað til næsta fundar.

            Málsnúmer 1604094 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Erindi frá Agli Össurarsyni og Kára Össurarsyni.

            Lagt fram bréf dags. 27. apríl sl. frá Agli Össurarsyni og Kára Össurarsyni. Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað dags. 7. janúar 2016 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í hjúkrunar- eða dvalarrýmum.
            Bæjarráð bendir á að sveitarfélögum ber ekki skylda til að sinna ferðum fyrir aldraða úti í samfélagið sbr. lög nr. 125/1999 um málefni aldraða og hafnar því erindinu.

              Málsnúmer 1604093

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skíðasvæði og snjótroðari

              Lagt fram bréf dags. 8. apríl sl. frá Skiðafélagi Vestfjarða með beiðni um fjárstuðningi til kaupa á snjótroðara. Valgeir Æ. Ingólfsson, Skíðafélagi Vestfjarða sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
              Bæjarráð samþykkir 1.500.000 kr. styrk til kaupa á snjótroðara fyrir Skíðafélag Vestfjarða og vísar fjármögnun í viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

                Málsnúmer 1512043 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Samgönguáætlun 2015-2018

                Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 20 mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1604084

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. NAVE fundargerð stjórnar nr.100

                  Lögð fram fundargerð 100. fundar stjórnar NAVE frá 11. apríl 2016.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1604051

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00