Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #765

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. maí 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Framkvæmdir 2016

    Lagður fram verksamningur við Þotuna ehf í verkið "Gatnagerð í Aðalstræti á Patreksfirði" að upphæð 181.279.000 kr. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarráð samþykkir framlagðan verksamning við Þotuna ehf og vísar fjármögnun viðbótarkostnaðar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

      Málsnúmer 1605001

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Vegagerðin - umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur.

      Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 22. apríl sl. frá Vegagerðinni með umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir byggingar Örlygshafnarvegar, Skápadalur-flugvöllur 9,1 km.
      Bæjarráð samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Örlygshafnarveg, Skápadalur-flugvöllur.

        Málsnúmer 1605015 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skotíþróttafélag Vestfjarða - æfingarsvæði fyrir félagið.

        Lagt fram tölvubréf dags. 24 apríl sl. frá Skotíþróttafélagi Vestfjarða þar sem óskað er eftir að félaginu verði úthlutað svæði til iðkunar skotíþrótta.
        Bæjarráð óskar eftir að félagið sendi til bæjarráðs tillögu um staðsetningu á æfingarsvæði fyrir félagið.

          Málsnúmer 1605007

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Vélhjólaklúbburinn Þeysir - ósk um leigu á húsnæði

          Lagður fram tölvupóstur dags. 23. apríl sl. frá Vélhjólaklúbbnum Þeysi með ósk um leigu á bílskúr sveitarfélagsins í húsnæði bæjarskrifstofunnar að Aðalstræti 75, Patreksfirði.
          Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem fyrirhugaðar eru í sumar breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa Vesturbyggðar.

            Málsnúmer 1605003

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga - breytingar á skipulagi

            Lagður fram tölvupóstur dags. 28. apríl sl. frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og bréf dags. 31. mars sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.
            Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar Vestfjarða að fagna beri hugmyndum um yfirfærslu verkefna og eflingu nærþjónustu heilbrigðiseftirlssvæðanna. En hugmyndir um sameiningu svæða og fækkun geta þá tæplega átt við dreifðar byggðir af augljósum ástæðum.

              Málsnúmer 1604094 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Samband ísl. sveitarfélaga - landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðamannastaða.

              Lagt fram bréf dags. 2. maí sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um vinnu við landsáætlun um uppbyggingu innviða og greiningu á uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum. Óskað er tilnefningar á tengilið sveitarfélagsins við verkefnastjórn.
              Bæjarráð felur Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra að vera tengiliður Vesturbyggðar við verkefnastjórn um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum.

                Málsnúmer 1605013

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Allsherjar-og menntamálanefnd frumvarp til laga um útlendinga mál nr.728

                Lagt fram tölvubréf dags. 22. apríl sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1605005

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Alþingi nefndarsvið þingsályktun um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna mál nr.449

                  Lagt fram tölvubréf dags. 22. apríl sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1605004

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00