Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #770

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. júlí 2016 og hófst hann kl. 13:30

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Aðstæður á leikskólanum Arakletti

Mætt til viðræðna við bæjarráð Helga Bjarnadóttir, leikskólastjóri um starfsmannahald og aðstæður á leikskólanum Arakletti, Patreksfirði.
Bæjarráð heimilar ráðningu starfsmanns frá og með haustmánuðum í stöðu stuðningsfulltrúa við leikskóla Vesturbyggðar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Innanríkisráðuneytið - réttindavakt velferðaráðun, aksturþjónusta fyrir fatlað fólk.

Lagt fram bréf dags. 27. júní sl. frá innanríkisráðuneytinu varðandi bréf frá Réttindavakt velferðarráðuneytisins dags. 20. júní sl. um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Vesturbyggð. Lagt fram minnisblað Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 7. janúar sl. um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í hjúkrunar- eða dvalarrýmum.
Bæjarráð bendir á að sveitarfélögum ber ekki skylda til að sinna ferðum fyrir aldraða úti í samfélagið, sbr. lög nr. 125/1999 um málefni aldraða og felur bæjarstjóra að svara erindinu frá innanríkisráðuneytinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Íbúasamtök Bíldudals - bréf til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Lagt fram opið bréf ódags. til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá Íbúasamtökum Bíldudals um heilsugæsluþjónustu í byggðalaginu.
Bæjarráð mótmælir harðlega lokun heilsugæslunnar á Bíldudal á sumarmánuðum. Þau rök sem lögð eru fram fyrir umræddri lokun að ekki sé til fjármagn til rekstrar og viðbótarstöðugildi læknis yfir sumartímann eru í andstöðu við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra að ekki ætti að skerða þjónustu við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Með umræddri lokun er verið að draga úr og skerða þjónustu við íbúa. Bæjarráð fer fram á að án tafar verði bætt úr rekstrarvanda HVEST þannig að ekki komi til skerðingar á heilbrigðisþjónustu við íbúa Vestfjarða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Engjar 4, hesthús.

Lögð fram kauptilboð í hesthús við Engja 4, Patreksfirði:
Látraröst ehf, 151.000 kr.
Páll Líndal Jensson, 90.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að taka hæsta tilboði eða frá Látraröst ehf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Dalbraut 8 - sala fasteigna.

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Dalbraut 8, Bíldudal frá Hlyni Aðalsteinssyni að upphæð 12,4 millj.kr.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hlyns Aðalsteinssonar í Dalbraut 8, Bíldudal.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Vegagerðin - Rekstur Brjánslækjarhafnar 2015.

Lagt fram svarbréf dags. 22. júní sl. frá Vegagerðinni við bréfi Vesturbyggðar dags. 18. maí sl., þar sem tilkynnt er um styrk að fjárhæð 1,5 millj.kr. til reksturs Brjánslækjarhafnar á grundvelli 22. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Ferðamálastofa - ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

Lagt fram bréf dags. 23. júní sl. frá Ferðamálastofu þar sem óskað er samstarfs vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags-og umhverfisráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skipulagsstofnun - Landsskipulagsstefna 2015-2026

Lagt fram bréf dags. 16. júní sl. frá Skipulagsstofnun þar sem tilkynnt er um Landsskipulagsstefnu 2015-2016 og með beiðni um skipan tengiliðs sveitarfélagsins við samráðsvettvang stefnunnar.
Bæjarráð felur Óskari Erni Gunnarssyni, skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar að sækja skipulagstefnuna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2016

Lagt fram bréf dags. 8. júní sl. frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um 300.000 kr. styrk vegna verkefnis um almenningssamgöngur milli byggðakjarna á sunnanverðum Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. Innanríkisráðuneytið - kynning á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

Lagt fram bréf dags. 24. júní sl. frá innanríkisráðuneytinu varðandi tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Minjastofnun Íslands - Gamli barnaskólinn, Strandgötu 5, Bíldudal

Lagt fram bréf dags. 20. júní sl. ásamt fylgiskjölum frá Minjastofnun Íslands þar sem tilkynnt er um friðun gamla barnaskólans við Strandgötu 5, Bíldudal.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. SÍS fundargerð stjórnar nr. 840

Lögð fram fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 2. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. SÍS fundargerð stjórnar nr. 841

Lögð fram fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð ársfundar 2016.

Lögð fram fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða frá 14. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00