Hoppa yfir valmynd

Vegagerðin - Rekstur Brjánslækjarhafnar 2015.

Málsnúmer 1606035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. júlí 2016 – Hafnarstjórn

Lagt fram minnisblað frá Þóri Sveinsson, skrifstofustjóra Vesturbyggðar um rekstur Brjánslækjarhafnar. Reksturinn hefur verið mjög erfiður undanfarin ár, og taprekstur mikill. Umtalsvert viðhald hefur verið vegna ferjuaðstöðu og framundan eru dýrar dýpkunarframkvæmdir fyrir ferjuna Baldur.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að til að mæta taprekstri verði gjaldskrá Brjánslækjarhafnar endurskoðuð og reksturinn skoðaður betur. Hafnarstjórn leggur til að lestargjald verði 14,72 á mælieiningu og bryggjugjald verði 7,36 á mælieiningu.




5. júlí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram svarbréf dags. 22. júní sl. frá Vegagerðinni við bréfi Vesturbyggðar dags. 18. maí sl., þar sem tilkynnt er um styrk að fjárhæð 1,5 millj.kr. til reksturs Brjánslækjarhafnar á grundvelli 22. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.




31. október 2016 – Hafnarstjórn

Vísað er í 2.tölul. fundargerðar 145. fundar hafnarstjórnar frá 31. júlí 2016. Rætt um gjaldskrá og rekstur Brjánslækjarhafnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að afla verðhugmynda hjá verktökum vegna mögulegrar úttektar á Brjánslækjarhöfn.