Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. ágúst 2016 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Samningur um sorphirðu
Lagt fram minnisblað dags. 29. ágúst sl. frá skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði um framkvæmd samnings um sorphirðu í Vesturbyggð ásamt tillögum um breytingar. Mættir til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar og Michael Wulken, forstm. Þjónustumiðstöðarinnar á Patreksfirði.
Lagt fram til kynningar.
2. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.
Rætt um framkvæmdir við íþróttamiðstöðina á Bíldudal. Vinnuhópur um nýja viðbyggingu við Byltu var skipaður með þeim Elfari St. Karlssyni, forstm. tæknideildar, Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra og Magnúsi Jónssyni, bæjarfulltrúa.
Vinnuhópurinn leggur til að gengið verði til samninga við TV verk ehf um verkið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
3. FSR snjóflóðavarnir varðar frágang á varnargarði hjá Glaumur verktakafélag
Lagt fram bréf Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 15. ágúst sl. um snjóflóðavarnir í Vesturbyggð, þvergarður neðan Klifs á Patreksfirði og skil verktaka á framkvæmdinni.
Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00