Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #780

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. október 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið beiðni um skipan fulltrúa til setu í Breiðafjarðarnefnd

    Lagt fram bréf dags. 5. október sl. frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með beiðni um að sveitarfélögin sem liggja að Breiðafirði tilnefni sameiginlega fjóra fulltrúa.
    Bæjarráð tilnefnir Arnheiði Jónsdóttir kt. 060461-2879, Aðalstræti 114, 450 Patreksfirði sem aðalmann og til vara Úlfar B. Thoroddsen kt. 170745-2999, Brunnar 23, Patreksfirði.

      Málsnúmer 1610011

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Reglur sveitarfélaga um húsnæðismál.

      Lagt fram tölvubréf til sveitarfélaga dags. 21. okt. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með ábendingum um að sveitarfélög setji sér reglur um húsnæðismál sbr. ákvæði laga um húsnæðismál.
      Bæjarráð felur félagsmálastjóra og skrifstofustjóra að semja drög að reglum um húsnæðismál Vesturbyggðar og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

        Málsnúmer 1610035

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2017.

        Lagt fram bréf dags. 10. okt. sl. ásamt fylgiskjölum frá Stígamótum með beiðni um fjárstyrk til rekstur félagsins á árinu 2017.
        Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

          Málsnúmer 1610041

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Seeds og Vesturbyggð - Samstarf 2017

          Lagður fram tölvupóstur dags. 20. okt. sl. frá SEEDS-Sjálfboðaliðar umhverfis landið með ósk um samstarf við Vesturbyggð á næsta ári.
          Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns tæknideildar og forstöðumanna Þjónustumiðstöðva á Patreksfirði og á Bíldudal til umsagnar.

            Málsnúmer 1610036

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fjárhagsáætlun 2017.

            Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbygginar um rekstur tjaldsvæða og um menningarmál, og Geir Gestsson forstm. íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, Patreksfirði um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2017. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.

              Málsnúmer 1608011 15

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Flugþjónusta um Bíldudalsflugvöll.

              Mættir til viðræðna við bæjarráð forsvarsmenn Isavia, Jón Karl Ólafsson og Arnór Magnússon, um flugþjónustuna um Bíldudalsflugvöll.

                Málsnúmer 1610044

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                3. Mannvirkjastofnun úttekt slökkvilið Vesturbyggðar 2016

                Vísað er í 1.tölul. fundargerðar 777. fundar bæjarráðs frá 13. okt. sl. Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra vegna úttektar Mannvirkjastofnunar á slökkviliði Vesturbyggðar 2016. Í minnisblaðinu kemur fram að búið er að uppfylla/lagfæra ýmis atriði sem bent var á úttektarskýrslu stofnunarinnar, unnið er að endurbótum á öðrum atriðum og sótt hefur verið um fjármagn á fjárhagsáætlun næstu ára til mæta þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1609037 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:18