Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #789

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. desember 2016 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Ferðamálasamtök Vestfjarða - stefnumótun Vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020.

    Lögð fram skýrslan "Stefnumótun í ferðamálum Vestfjarða 2016-2020.
    Bæjarráð vísar skýrslunni til atvinnu- og menningarráðs til umfjöllunar.

      Málsnúmer 1611026 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjárhagsáætlun 2016 - viðaukar.

      Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2016. Heildarútgjöld eru 21 millj.kr. vegna hækkunar á áföllnum lífeyrisskuldbindinum, sérfræðiþjónustu í skóla o.fl., til rekstur leikvalla og Bröttuhlíðar. Skatttekjur hækka á móti um sömu fjárupphæð.
      Bæjarráð samþykkir viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2016.

        Málsnúmer 1607007 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjórðungssamband Vestfirðinga- framlag til Markaðsstofu Vestfjarða 2017.

        Lagt fram bréf dags. 7. desember sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með svörum við fyrirspurn bæjarráðs á 786. fundi þess varðandi aukaframlag til Markaðsstofu Vestfjarða 2017.
        Bæjarráð tekur ekki afstöðu til erindisins að svo stöddu.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1611045 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Hörður Sveinsson - beiðni um niðurfellingu sorpgjalda.

          Lagt fram tölvubréf dags. 27. nóvember sl. frá Herði Sveinssyni með ósk um niðurfellingu eða afslætti á sorpgjöldum 2016.
          Ásgeir Sveinsson lét bóka að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins.
          Bæjarráð hafnar erindi enda ekki heimild að afgreiða erindið samkvæmt ósk bréfritara á grundvelli fyrirliggjandi laga og reglna um sorphirðu í sveitarfélögum.

            Málsnúmer 1612001

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Orkubú Vestfjarða - umsóknir um samfélagsstyrki.

            Lagt fram dreifibréf frá Orkubúi Vestfjarða um samfélagsstyrki Orkubúsins 2016 með umsóknarfresti til 16. desember nk.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1612005

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Leiðbeinandi reglur um húsnæðisstuðning sveitarfélaga.

              Lagt fram tölvubréf dags. 30. nóvember sl. frá Velferðarráðuneytinu ásamt drögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1612011

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Umhverfisstofnun - árfundur og fulltrúar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.

                Lagt fram tölvubréf dags. 24. nóvember sl. frá Umhverfisstofnun með upplýsingum um 19. ársfund stofnunarinnar sem haldinn var 10. nóvember sl.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1612007

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga- ársreikningur 2015.

                  Lagt fram bréf dags. 2. desember sl. frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að nefndin óskar ekki eftir frekari upplýsingum vegna fyrirspurnar um ársreiknings sveitarfélagsins 2015.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1609012 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða - fundargerð 100. fundar stjórnar.

                    Lögð fram fundargerð 110. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðisins frá 4. desember sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1612008

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00