Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #791

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. janúar 2017 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Golfklúbbur Patreksfjarðar - styrkbeiðni.

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 13. desember 2016 frá Golfklúbbi Patreksfjarðar með ósk um styrk frá Vesturbyggð fyrir starfsárið 2017.
    Bæjarráð bendir á að í fjárhagshagsáætlun 2017 er samþykktur styrkur að fjárhæð 200.000 kr. og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn golfklúbbsins í samræmi við umræður á fundinum.

      Málsnúmer 1612020

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Aflið - styrkumsókn.

      Lagt fram bréf dags. 1. desember 2016 frá Alfinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi með ósk um styrk vegna starfsemi félagsins árið 2017.
      Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

        Málsnúmer 1612023

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

        Lagt fram minnisblað dags. í desember sl. frá slökkviliðsstjóra varðandi eldvarnargeymslu í nýju bæjarskrifstofununum að Aðalstræti 75, Patreksfirði.
        Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns Eignarsjóðs.

          Málsnúmer 1603003 12

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sumarbústaðarlóð Stekkeyri.

          Lagt fram bréf dags. 15. desember 2016 frá Keran St. Ólason þar sem hann f.h. erfingja dánarbús Maggýjar H. Kristjánsdóttur og Atla Snæbjörnssonar segja upp lóðaleigusamningi vegna lóðar undir sumarbústað við Stekkjareyri í fyrrum Rauðasandshreppi.
          Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

            Málsnúmer 1701009 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.

            Rætt um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Vesturbyggðar í tengslum við landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.
            Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um í Fjarskiptasjóð vegna hluta A í verkefninu "Ísland ljóstengt 2017".

              Málsnúmer 1609031 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              6. Samband ísl. sveitarfélaga - breyting á lögum um veitinga og gististaði.

              Lagt fram tölvubréf dags. 4. janúar sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagistingu).
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1701008

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umhverfis-og auðlindarráðuneytið - Árósarsamningurinn.

                Lagt fram tölvubréf dags. 14. desember 2016 frá Umhverfisstofnun varðandi undirbúning að gerð landsskýrslu um stöðu innleiðingar Árósarsamningsins hérlendis.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1701006

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Kennarasamband Íslands - kjarasamingar hjá félagi tónlistarkennara.

                  Lagt fram bréf dags. 31. desember 2016 frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum varðandi stöðu samningsmála í kjaraviðræðum þeirra við sveitarfélögin.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1701005

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. NAVE - fundargerð stjórnar nr. 101.

                    Lögð fram fundargerð 101. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 9. desember sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1701003

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 845.

                      Lögð fram fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 16. desember sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1612027

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Jón Kr. Ólafsson - minningargjöf.

                        Lagt fram bréf dags. 23. nóvember 2016 frá Jóni Kr. Ólafssyni, Bíldudal þar sem tilkynnt er um málverkagjöf til Vesturbyggðar sem minningargjöf um þrjá látna vini Jóns frá Bíldudal. Höfundur málverksins er Harrý Rúnar Sigurjónsson.
                        Bæjarráð þakkar Jóni Kr. Ólafssyni höfðinglega gjöf og felur félagsmálastjóra að taka á móti málverkinu og koma því fyrir á Læk, húsnæði félagsstarfs aldraða á Bíldudal.

                          Málsnúmer 1612025 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00