Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #802

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. maí 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

    Rætt um verklegar framkvæmdir sumarsins. Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að „Tillögu B“ frá Landmótun sf um fyrirkomulag gönguleiða við Aðalstræti 43-63, Patreksfirði.
    Lagt fram minnisblað dags. 29. maí 2017 og fylgiskjöl frá verkefnastjóra samfélags-uppbyggingar vegna heimsóknar danskra listamanna til Vesturbyggðar dagana 7. - 12. júní 2017. Gerður Björk Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar og Nanna Sjöfn Pétursdóttir, fræðslustjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarráð samþykkir 400.000 kr. framlag vegna móttöku danskra listamanna til Vesturbyggðar dagana 7. - 12. júní nk. Kostnaður bókist á 05089-9990.

      Málsnúmer 1701012 19

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Grenjavinnsla 2017.

      Lagðar fram umsóknir vegna grenjavinnslu í sveitarfélaginu 2017.
      Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs.

        Málsnúmer 1705074 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skjaldborgarbíó - rekstrarsamningur.

        Lagt fram drög að samstarfssamningi á milli Lionsklúbbs Patreksfjarðar og Vesturbyggðar um rekstur Skjaldborgarbíós ásamt drögum að gjafabréfi fyrir sýningarkerfi kvikmynda-hússins. Halldór Traustason lét bóka að hann hafi vikið af fundi vegna tengsla við aðila máls.
        Bæjarráð samþykkir samningsdrögin við Lionsklúbb Patreksfjarðar um rekstur Skjaldborgarbíós og gjafabréfið fyrir sýningarkerfinu.

          Málsnúmer 1703012 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bíldudalsskóli tilfærslur í skólahúsnæði

          Lagt fram minnisblað dags. 26. apríl sl. frá skólastjóra Bíldudalsskóla varðandi breytingu á fyrirkomulagi kennslu- og skrifstofurýmis í skólanum.
          Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu- og skrifstofurýmis í Bíldudalsskóla og vísar erindinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

            Málsnúmer 1705003 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - ósk um umsögn um rekstrarleyfi, Rauðsdalur.

            Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 15. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað í Rauðsdal, Barðaströnd samkvæmt gistiflokki II. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Rauðsdal, Barðaströnd, fastanr. 212-3177 og 212-3178. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins.

              Málsnúmer 1705058

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - tímabundið áfengisleyfi í Skjaldborgarbíói.

              Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 18. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna veitingu áfengisleyfis í Skjaldborgarbíói dagana 2. ? 5. júní 2017.
              Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu áfengisleyfis í Skjaldborgarbíói dagana 2.-5. júní 2017.

                Málsnúmer 1705063

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - tímabundið áfengisleyfi í Félagsheimilinu á Patreksfirði og í Pakkhúsi.

                Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 24. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna veitingu áfengisleyfis í Félagsheimilinu á Patreksfirði 3. júní 2017 og í Pakkhúsinu á Patreksfirði dagana 4. og 5. júní 2017.
                Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu áfengisleyfis í Félagsheimilinu á Patreksfirði 3. júní 2017 og í Pakkhúsinu á Patreksfirði dagana 4. og 5. júní 2017

                  Málsnúmer 1705064

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fjórðungsssamband Vesfirðinga - tillögur að smávirkjunum í Vestfjarðafjórðungi.

                  Lagt fram tölvubréf dags. 22. maí sl. ásamt fylgiskjölum frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og bréfi frá Orkustofnun dags. 16. mars sl. með tillögum að smávirkjunum í Vestfjarðafjórðungi.
                  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

                    Málsnúmer 1705066 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umhverfisstofnun - ástand friðlýstra svæða.

                    Lagt fram bréf dags. 23. maí sl. ásamt fylgiskjölum frá Umhverfisstofnun með beiðni um umsögn um svokallaðan rauða lista yfir friðlýst svæði í hættu.
                    Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

                      Málsnúmer 1705073 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      10. Fjórðungssambandið fundargerð stjórnar 15.maí 2017

                      Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 15. maí sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1705065

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - fundargerð stjórnar nr. 112.

                        Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 12. maí sl.
                        Bæjarráð mótmælir því að sífellt fleiri verkefni séu færð frá heilbrigðiseftirlitum á
                        landsbyggðinni til stofnana á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þessar tilfærslur verkefna veikir
                        rekstrargrundvöll og tilvist heilbrigðiseftirlita á landsbyggðinni.

                          Málsnúmer 1705062

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 850.

                          Lögð fram fundargerð 850. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 15. maí sl.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1705072

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

                            Lagt fram tölvubréf dags. 16. maí sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.
                            Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða í framhaldi af umræðum á fundinum.

                              Málsnúmer 1705061

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um skóga og skógrækt..

                              Lagt fram tölvubréf dags. 16. maí sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1705060

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um landgræðslu.

                                Lagt fram tölvubréf dags. 16. maí sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skipulag landgræðslu, 406. mál.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1705059

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  16. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

                                  Lagt fram tölvubréf dags. 26. maí sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál.
                                  Lagt fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1705071

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00