Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #807

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. ágúst 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Vegagerðin - tillögur fyrir Vestfjarðarveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.

    Mættir til viðræðna við bæjarráð Kristján Kristjánsson og Helga Aðalgeirsdóttir fulltrúar frá Vegagerðinni vegna kynningar á tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Gerður B. Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar, Barði Sæmundsson, Guðmundur V. Magnússon og Eydís Þórsdóttir í skipulags- og umhverfisráði sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir við samgönguráðherra að hafin verði skoðun á fyrirkomulagi framtíðarsamgangna á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins, þannig að unnt sé að tryggja að svæðið sé eitt atvinnusvæði allan ársins hring og uppfylli kröfur íbúa um nútíma samgöngur á láglendi.

      Málsnúmer 1707009 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Orkubú Vestfjarða - uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla.

      Lagt fram tölvubréf dags. 21. júlí sl. frá Orkustofnun með beiðni um uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla við starfsstöð sína við Eyrargötu á Patreksfirði.
      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og umhverfisráðs.

        Málsnúmer 1708007 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Páll Hauksson - beiðni um styrk vegna blúshátíðar 2017.

        Lagt fram bréf dags. 27. júlí sl. frá Páli Haukssyni með beiðni um styrk vegna hátíðarinnar „Blús milli fjalls og fjöru“, haldin 1. og 2. september nk., sem nemi leigugjaldi minni/stærri salar Félagsheimilisins á Patreksfirði auk hljóðkerfis.
        Bæjarráð óskar bréfritara til hamingju með metnaðarfullt menningarverkefni og samþykkir erindið. Styrkurinn bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

          Málsnúmer 1708005

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Kvenfélagið Framsókn beiðni um styrk, aðalfundur Vestfiskra kvenna.

          Lagt fram tölvubréf dags. 2. ágúst sl. frá Kvenfélaginu Framsókn, Bíldudal með beiðni um styrk vegna aðalfundar félags Vestfirskra kvenna haldin á Bíldudal 2. september nk.
          Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og samþykkir að styrkja félagið með sambærilegum hætti og áður vegna aðalfundarins. Styrkurinn bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

            Málsnúmer 1708009

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Silja Björg Ísafoldardóttir, Nanna Sjöfn Pétursdóttir - styrkbeiðni, listasmiðjaá Birkimel.

            Lagt fram bréf dags. 8. ágúst sl. frá Silju Björgu Ísafoldardóttur og Nönnu Sjöfn Pétursdóttur með beiðni um styrk vegna listasmiðju sem haldin verður 8.-10. september nk. á Birkimel, Barðaströnd.
            Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 kr. auk afnota af húsnæði sveitarfélagsins á Birkimel. Styrkurinn bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

              Málsnúmer 1708012

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - afskriftarbeiðni.

              Lagt fram bréf dags. 21. júlí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni um afskrift á útistandandi þing- og sveitarsjóðsgjöldum.
              Afgreiðsla bæjarráð skráð í trúnaðarmálabók.

                Málsnúmer 1708014 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Menntamálastofnun - skýrslur um ytra mat grunnskóla 2017.

                Lagðar fram skýrslur Menntamálastofnunar um ytra mat á Bíldudalsskóla og Patreksskóla.
                Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar skýrslunum til fræðslu- og æskulýðsráðs

                  Málsnúmer 1708002 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Þjóðskrá Íslands - tilkynning um fasteignamat 2018.

                  Lagt fram bréf dags. 12. júlí sl. ásamt fylgiskjölum frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2018. Fram kemur að fasteignamat (húsamat) hækkar á landsvísu um 13,8% að meðaltali, en 12,2% í Vesturbyggð.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1708003

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - sýnatökur, tjaldsvæðið á Patreksfirði.

                    Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um neysluvatnssýnatöku á tjaldsvæðinu á Patreksfirði. Sýnin standast gæðakröfur.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1708008

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir stjórnar nr. 33 og 34.

                      Lagðar fram fundargerðir 33. og 34. stjórnarfunda Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. maí og 7. júní sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1708004

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Samgöngumálaráðuneytið - drög að reglugerð um fjármál sveitafélaga.

                        Lagt fram drög að breytingu reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og reglugerðar nr. 502/2012 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1708011

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05