Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #818

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. nóvember 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Vegagerðin - vetrarþjónusta.

    Mætt til viðræðna við bæjarráð Bríet Arnardóttir, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum til að ræða m.a. um vetrarþjónustu stofnunarinnar, þ.e. þjónustustig og þjónustutíma á vegum í sveitarfélaginu og á langleiðum.

      Málsnúmer 1711012

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjárhagsáætlun 2018.

      Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2018.
      Samþykkt að boða til vinnufundar bæjarfulltrúa um tillögurnar mánudaginn 20. nóvember nk. kl. 17:00.

        Málsnúmer 1708020 20

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Stígamót - ósk um styrk vegna ársins 2018.

        Lagt fram bréf dags. 15. október sl. frá Stígamótum með ósk um rekstrarstyrk fyrir félagið á árinu 2018.
        Bæjarráð samþykkir 10.000 kr. styrk til reksturs félagsins 2018. Styrkurinn bókist á 02089-9990.

          Málsnúmer 1711007

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Samtök um kvennaathvarf - ósk um rekstarstyrk fyrir árið 2018.

          Lagt fram bréf dags. í október sl. frá Samtökum um kvennaathvarf með ósk um rekstrarstyrk fyrir félagið á árinu 2018.
          Bæjarráð samþykkir 10.000 kr. styrk til reksturs félagsins 2018. Styrkurinn bókist á 02089-9990.

            Málsnúmer 1711006

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis og fjárhagsáætlun 2018.

            Lögð fram fundargerð 114. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 27. október sl. ásamt fjárhagsáætlun 2018 fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1711005 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til staðfestingar

              6. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - fundargerð frá 27.11.2017 og fjárhagsáætlun 2018.

              Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 31. október sl. um neysluvatnssýnatöku á Patreksfirði. Sýnin standast gæðakröfur.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1711005 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Heibrigðiseftirlit Vestfjarða - vatnssýnataka Bíldudal.

                Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 30. október sl. um neysluvatnssýnatöku á Bíldudal. Sýnin standast gæðakröfur.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1711003

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25