Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #839

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. júlí 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Ágengar plöntur í bæjarlandinu

Mættur til viðræðna við bæjarráð Narfi Hjartarsson um mögulegar aðgerðir gegn ágengum plöntum í bæjarlandinu.

    Málsnúmer 1807038

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fræðslumál á Barðaströnd

    Tvö tilboð bárust í skólaakstur á Barðaströnd fyrir komandi skólaár. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá bjóðendum.
    Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.

      Málsnúmer 1803008 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Umsagnarbeiðni, Vestfjarðavegur(60) Hörgsnes - Borg og Bíldudalsvegur(63) Hvassnes - Helluskað

      Lagt fram mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáælun í kynningu fyrir Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bildudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Bæjarráð leggur áherslu á að fyrsti áfangi framkvæmdar verði við Bíldudalsveg upp að Helluskarði sem nýtist atvinnu- og mannlífi á suðursvæði Vestfjarða. Bæjarráð bendir jafnframt á að framtíðarlausn um Dynjandisheiði til þess að tengja sunnanverða Vestfirði við norðanverða Vestfirði væri að fara í gangnagerð þar sem búast má við áframhaldandi lokunum vegna veðurs yfir vetrartímann. Tími er kominn til þess að stjórnvöld horfist í augu við uppgang á svæðinu og fjölgun íbúa og beiti kröftum sínum til þess að hraða uppbyggingu samgangna í samræmi við vöxtinn.

        Málsnúmer 1807034 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.

        Lagður fram viðauki 5 að upphæð 873 þúsund kr. við fjárhagsáætlun 2018 vegna hlutdeildar Vesturbyggðar í viðbótarlífeyrisskuldbindingum Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. Viðaukinn er fjármagnaður með handbæru fé. Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2018.

          Málsnúmer 1804039 8

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Reykhólahreppur - Lokaskýrsla Multiconsult um nýja vegakosti um Vestfjarðaveg 60

          Tölvupóstur frá Reykhólahreppi dags. 13. júlí ásamt lokaskýrslu Multiconsult, norskra ráðgjafa sem fengnir voru af Reykhólahreppi til að rýna vegkosti um Vesfjarðaveg 60 í tengslum við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1807036

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40