Hoppa yfir valmynd

Fræðslumál á Barðaströnd

Málsnúmer 1803008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. mars 2018 – Bæjarráð

Rætt um skólamál á Birkimel og fyrirkomulag aksturs leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar.
Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum fræðslu- og æskulýðsráðs og felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar að skoða fyrirkomulag á akstri leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar á næsta skólaári, þ.e. 2018-2019.




6. apríl 2018 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar um fyrirkomulag aksturs leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar skólaárið 2018-2019.
Bæjarráð felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í samráði við fræðslustjóra að undirbúa útboð á akstri leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar skólaárið 2018-2019.




15. maí 2018 – Fræðslu og æskulýðsráð

Kynntar niðurstöður viðræðna við foreldra leikskólabarna á Barðaströnd. Á næsta skólaári verða 4 leikskólabörn og 2 grunnskólabörn. Fyrir liggur að leitað verður eftir tilboðum í sameiginlegan skólaakstur grunn- og leikskólabarna af Barðaströnd.




17. júlí 2018 – Bæjarráð

Tvö tilboð bárust í skólaakstur á Barðaströnd fyrir komandi skólaár. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá bjóðendum.
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.




24. júlí 2018 – Bæjarráð

Tvö tilboð bárust í skólaakstur á Barðaströnd fyrir komandi skólaár. Á síðasta fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að afla frekari gagna. Báðir bjóðendur sendu inn gögn. Er það niðurstaða bæjarráðs að samið verði við Ísak Jansson á grundvelli innsendra gagna.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Ísak.

Samþykkt samhljóða