Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #841

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. júlí 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.

Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar og Þórir Sveinsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Lagður fyrir tölvupóstur dagss. 23.05.2018 frá Gunnari Bragasyni framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar hf. varðandi uppsögn á sorphirðusamningi aðila. Lögð fyrir samantekt unnin af skrifstofustjóra um sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    Málsnúmer 1805024 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

    Elfar Steinn Karlsson sat fundinn undir þessum lið. Rætt um gangstéttir á Aðalstræti og lagningu dekkjamotta á Brjánslækjarhöfn. Elfari falið að vinna áfram að málunum.

      Málsnúmer 1804001 10

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Rannsókn - Elva Björg Einarsdóttir

      Elva Björg Einarsdóttir mætt til viðræðna við bæjarráð þar sem hún kynnti rannsókn sem hún er að vinna að sem ber heitið "Maður og náttúra í Vesturbyggð". Áður hefur Elva gefið út göngubók sem sveitarfélgið styrkti. Óskaði Elva jafnframt eftir samstarfi við Vesturbyggð við upplýsingaröflun og rannsóknir.

      Bæjarráð tók vel í erindi Elvu Bjargar og hlakkar til samstarfsins.

        Málsnúmer 1807053

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Golfklúbbar í Vesturbyggð.

        Tekin fyrir beiðni frá Golfklúbbi Bíldudals og Golfklúbbi Patreksfjarðar þar sem óskað er eftir auknum styrk fyrir rekstrarárið 2018. Beiðni frá golfklúbbunum hafði áður verið tekin fyrir og samþykkt var að auka við styrkina en ekki tekin afstaða til fjárhæðar. Samþykkt er að veita aukin rekstarstyrk að fjárhæð 300 þúsund til hvors klúbbsins. Vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

          Málsnúmer 1804013 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Boð um kaup á Hnjóti 2

          Lagður fyrir tölvupóstur dagss. 20.07.2018 frá Guðnýju Sverkmo þar sem Hnjótur 2 er boðin til kaups. Málinu er vísað til Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

            Málsnúmer 1807047 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Trappa ehf - Drög að nýjum talmeinasamningi

            Lögð fyrir drög að samning við Tröppu ehf. vegna þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum og vísar honum til kynningar til Fræðslu og æskulýðsráðs.

              Málsnúmer 1807052

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Kolofon ehf. - byggðarmerki og skráning.

              Lagður fyrir tölvupóstur frá Einkaleyfastofu þar sem umsókn um skráningu byggðamerkis Vesturbyggðar er synjað. Bæjarstjóra er falið að senda inn til einkaleyfisstofu uppfært merki Vesturbyggðar unnið af Herði Lárussyni, sem uppfyllir skilyrði Einkaleyfisstofu.

                Málsnúmer 1804038 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00