Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #846

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, 25. september 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Samgönguáætlun

Í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun vill bæjarráð Vesturbyggðar koma eftirfarandi á framfæri.
Við hörmum algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum til og frá svæðinu. Nefnum þar sérstaklega Bíldudalsveg og Dynjandisheiði en búið er að fjárfesta fyrir gríðarlega fjármuni í Dýrafjarðargöngum sem ekki munu nýtast sem sú samgöngubót sem þeim var ætlað að vera.
Það er með ólíkindum að ekki standi til að klára vegagerð yfir Dynjandisheiði og ofan í Arnarfjörð til Bíldudals og óásættanlegt með öllu.
Vesturbyggð hefur algjöra sérstöðu vegna þess að grunntengingu í formi vega með bundnu slitlagi skortir alfarið sama í hvaða átt er litið.
Jafnframt er kallað eftir því að hnúturinn um veginn um Gufudalsveit verði leystur.
Þolinmæði íbúa er löngu þrotin og kallað er eftir skilningi og tafarlausum aðgerðum.

    Málsnúmer 1809049

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni

    Mættir til viðræðna við bæjarráð fulltrúar frá íbúðalánasjóði, kynnt var tilraunaverkefni sjóðsins um húsnæðismál á landsbyggðinni. Leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í verkefninu.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir þátttöku Vesturbyggðar í verkefninu.

      Málsnúmer 1809048 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Slökkvistöðin á Patreksfirði

      Lagt fyrir erindi frá Davíð Rúnari Gunnarssyni slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð þar sem farið er yfir aukna aðstöðu fyrir slökkviliðið á Patreksfirði. Í erindinu leggur Davíð til að farið verði í viðræður við eigendur skemmu sem verið er að byggja á höfninni, með það í huga að fá leigt af þeim pláss undir búnaðinn.
      Óskað er eftir að Davíð Rúnar Gunnarsson og Elfar Steinn Karlsson mæti á næst fund bæjarráðs þar sem farið verði yfir þörf á geymslu og aðstöðu fyrir stofnanir sveitarfélagsins.

        Málsnúmer 1809022

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Jóel Ingi Sæmundsson - Ósk um styrk vegna leiksýninga.

        Lagt fyrir erindi dags. 7. sept sl. frá Jóel Sæmundssyni þar sem óskað er eftir styrk að fjáhæð 150.000 - 225.000 áamt afnoti af sýningaraðstöðu fyrir verkefni sem miðar að því að setja upp leiksýningar á landsbyggðinni.
        Málinu vísað áfram til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

          Málsnúmer 1809024

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Patreksfjarðarkirkja - styrkur vegna ferminga

          Lagður fram tölvupóstur dags. 11. september sl. frá séra Kristjáni Arasyni sóknarpresti Patreksfjarðarprestakalls með beiðni um styrk vegna árlegrar ferðar fermingarbarna í Vesturbyggð í Vatnaskóg.
          Bæjarráð samþykkir ferðastyrk að upphæð 100.000 kr. eða 10.000 kr. fyrir hvert fermingarbarn. Bókist á kostnaðarlykilinn 05089-9990.

            Málsnúmer 1809026

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Samband Íslenskra sveitafélaga - Fjármálaráðstefna sveitafélaga 2018

            Lagt fram bréf dags. 18. september sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018 verður haldin 11. og 12. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.
            Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa að sækja ráðstefnuna.

              Málsnúmer 1809040

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Boð á 3. haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga

              Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 12. september sl., þar sem boðað er til þriðja haustþings sambandsins 5. og 6. október nk.
              Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vesturbyggðar eiga sæti á haustþingi Fjórðungssambands Vestfjarða og fara með jafnan atkvæðsirétt. Bæjarstjóra er falið að undirrita kjörbréf til handa bæjarfulltrúum.

                Málsnúmer 1809046

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

                Lagður fram tölvupóstur frá Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 13. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjalli um og samþykki Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.

                Fulltrúar Markaðsstofu Vestfjarða Díana Jóhannesdóttir og Magnea Garðarsdóttir sem unnið hafa að Áfangastaðaáætlun sátu fundinn undir þesssum lið.

                Bæjarráð samþykkir stefnu setta fram í áfangastaðaáætluninni, jafnframt óskar bæjarráð eftir því að uppbygging í kringum sundlaug í Krossholti á Barðaströnd verði sett inn í aðgerðaáætlunina.

                  Málsnúmer 1808010 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  9. Tálknafjarðarhreppur - Verksamningur um sorphirðu.

                  Lagt fram til kynningar bréf dags. 14. sept. sl. frá Tálknafjarðarhreppi þar sem oddviti Tálknafjarðarhrepps óskar formlega eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélögin vinni saman að sorphirðumálum í sveitarfélaginu.

                    Málsnúmer 1809035

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Náttúrustofa Vestfjarða - Fundargerð 109. fundur stjórnar.

                    Fundargerð 109. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða lögð fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1809019

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Samband íslenskra sveitafélaga - innleiðing leikskóla vegna nýrra persónuverndarlaga

                      Lagður fram tölvupóstur frá sambandi íslenskra sveitarfélaga kynntur er styrkur frá Jöfnunarsjóðir sveitarfélaga vegna innleiðiningar nýrra persónuverndarlaga í leikskólum.

                        Málsnúmer 1809023

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:57