Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #851

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. nóvember 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir ritari

Almenn erindi

1. Araklettur bílastæði - Uppástungur um úrbætur bílastæðamála við leikskólann

Lagðar fyrir tölvupóstur dags. 26.10.2018 með tillögum að úrbótum í bílastæðamálum við leikskólann skv. niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna við Araklett. Niðurstöðum könnunarinnar vísað til Skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.

    Málsnúmer 1811048 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Eldhús - Araklettur

    Lagt fyrir erindi dags. 7.11.2018 undirritað af Hallveigu G. Ingimarsdóttur leikskólastjóra á Arakletti þar sem farið er yfir mannaflaþörf í eldhúsi og við ræstingar á leikskólanum. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

      Málsnúmer 1811066

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Aðalstræti 74 - Vatnstjón

      Lagt fram erindi dags. 30. október 2018 vegna vatnstjóns á húseigninni Aðalstræti 74, neðri hæð. Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar sat fundinn undir liðnum. Afgreiðslu máls frestað á meðan frekari gagna er aflað.

        Málsnúmer 1811063

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fjárbeiðni - Stígamót

        Lagt fram bréf dags. 31. okt. sl. frá Stígamótum með beiðni um fjárstyrk til rekstur félagsins á árinu 2019.
        Bæjarráð felur félagsmálstjóra Vesturbyggðar að ræða við Stígamót um mögulegt samstarf á árinu 2019.

          Málsnúmer 1811057

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Snjómokstur í þéttbýli 2018-2019

          Farið yfir drög að mokstursplani í þéttbýli fyrir veturinn 2018-2019. Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar sat fundinn undir liðnum.

            Málsnúmer 1811074 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Persónuvernd - innleiðing nýrra laga

            Farið yfir innleiðingu nýrra persónuverndarlaga hjá Vesturbyggð og tilboð dags. 31.10.2018 frá Deloitte kynnt. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

              Málsnúmer 1811029

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Íþróttamiðstöðin Bylta - vetraropnunartími

              Vetraropnun íþróttamiðstöðvarinnar Byltu rædd og farið yfir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa um opnunartímann. Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri Vesturbyggðar sat fundinn undir liðnum. Félagsmálastjóra falið að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð.

                Málsnúmer 1811083

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.

                Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri og Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar fóru yfir með bæjarráði stöðu vinnu við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

                  Málsnúmer 1805024 6

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  9. Allsherjar- og menntamálanefnd - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, mál 222

                  Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru.

                    Málsnúmer 1811045

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Atvinnuveganefnd - Umsögn um þingsályktunartillögu um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, mál 20

                    Lagt fram til kynningar, þingsályktunartillaga um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða.

                      Málsnúmer 1811047

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Velferðarnefnd alþingis - Umsögn um þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, mál 5

                      Lagt fram til kynningar, umsögn um þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum.

                        Málsnúmer 1811076

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. BsVest-fundargerð stjórnar 13.9.2018

                        Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar BsVest dags. 13. september sl.

                          Málsnúmer 1811060 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. SÍS - Rekstarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum ár 2017

                          Lagt fram til kynningar samantekt sambands íslenskra sveitarfélaga á rekstarkostnaði á heilsdagígildum í leikskólum árið 2017.

                            Málsnúmer 1811046

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Heilbrigðiseftirlit Vestfj - Fundargerð 26.10.2018

                            Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Heilbrgiðiseftirlits Vestfjaða dags. 26.10.2018. ásamt fjárhagsáætlun ársins 2019.

                              Málsnúmer 1811049

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. NAVE - Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjara nr. 111

                              Lögð fram til kynningar fundargerð 111. fundar stjórnar Nave dags. 17. október sl. sem jafnframt er ársfundur.

                                Málsnúmer 1811050

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2018

                                Lagt fram bréf dags. 18. okt. sl. frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er að Vesturbyggð verði greitt 725.500 kr. sem hlutdeild í ársgreiðslu til sveitarfélaganna úr Sameignarsjóði EBÍ.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1811055

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:52