Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. júní 2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
Almenn erindi
1. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál
Tekið fyrir minnisblað bæjarstjóra vegna framkvæmda við Patreksskóla sumarið 2019, dags. 24. júní 2019, ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðis dags. 7. júní 2019 og kostnaðaráætlun fyrir einstaka þætti verkefnisins. Fundinn sátu sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt skólastjóra Patreksskóla og fóru þeir yfir undirbúning vegna framkvæmda á húsnæði Patreksskóla og á lóð skólans, sem og undirbúning innra starfs Patreksskóla haustið 2019. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar nema tæplega 17 milljónum, þegar er gert ráð fyrir 5 milljónum í fjárhagsáætlun 2019 og eru 12 milljónir fjármagnaðar með gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Sjá lið 2 á dagskrá, málsnr. 1903392.
2. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar
Lagður fyrir viðauki 3. við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda við Patreksskóla. Viðbótarfjárfesting umfram það sem áætlað er í fjárhagsáætlun 2019 fyrir Patreksskóla eru 12. milljónir, er því mætt með því að lækka fjárfestingu vegna Vatneyrarbúðar um 7 milljónir og lækka fjárfestingu á leikskólanum Arakletti sem áætlað var í verkefnið um 5 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á niðurstöður í rekstri A hluta né hefur hann áhrif á niðurstöður í rekstri A og B hluta.
Bæjarráð staðfestir viðaukann samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:23