Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. september 2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) starfandi bæjarstjóri
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn erindi
1. Ferðaþjóustan Hnjóti, umsagnarbeiðni
Lagt fram bréf sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni umsögn dags. 29. júlí 2019 um umsókn Kristins Þór Egilssonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II (gististaður án veitinga) að Hnjóti í Vesturbyggð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu gistileyfis fyrir íbúðarhúsið að Hnjóti I fastanr. 212-3294 fyrir allt að 19 gesti. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er háð því að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.
Byggingafulltrúi kom inná fundinn klukkan 9:00
2. Litla-Eyri, Bíldudal. Landspilda undir íbúðarbyggð.
Lagt er fyrir svarbréf eigenda jarðarinnar Litlu-Eyri á Bíldudal dags. 28. ágúst sl. þar sem fram kemur afstaða landeigenda til notkunar á landinu en landeigendur eru sammála um að láta ekki landspildur til bygginga á íbúðum eða öðrum mannvirkjum í landi jarðarinnar.
Bæjarráð Vesturbyggðar harmar afstöðu landeigenda og felur bæjarstjóra að svara bréfritara jafnframt felur bæjarráð byggingafulltrúa að kanna aðra kosti í landi sveitarfélagsins í nágrenni Bíldudals varðandi mögulegar byggingalóðir.
Byggingafulltrúi vék af fundi klukkan 10:05
3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar
Lagður fyrir viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2019. Launakostnaður og rekstrarksotnaður vegna leikskóladeildar við Patreksskóla samtals 8.1 milljón. Kostnaði er mætt með því að lækka launakostnað á í málaflokki 09 um 2.1 milljón og í málafl. 33 um 3,4 milljónir. Gerð er hagræðingarkrafna í rekstri málaflokks 04 uppá 2,6 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.
Bæjarráð staðfestir viðaukann samhljóða.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:27
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir var fjarverandi í hennar stað sat fundinn María Ósk Óskarsdóttir.