Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #878

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. september 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) starfandi bæjarstjóri
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir var fjarverandi í hennar stað sat fundinn María Ósk Óskarsdóttir.

Almenn erindi

1. Ferðaþjóustan Hnjóti, umsagnarbeiðni

Lagt fram bréf sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni umsögn dags. 29. júlí 2019 um umsókn Kristins Þór Egilssonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II (gististaður án veitinga) að Hnjóti í Vesturbyggð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu gistileyfis fyrir íbúðarhúsið að Hnjóti I fastanr. 212-3294 fyrir allt að 19 gesti. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er háð því að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Byggingafulltrúi kom inná fundinn klukkan 9:00

    Málsnúmer 1907127 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Litla-Eyri, Bíldudal. Landspilda undir íbúðarbyggð.

    Lagt er fyrir svarbréf eigenda jarðarinnar Litlu-Eyri á Bíldudal dags. 28. ágúst sl. þar sem fram kemur afstaða landeigenda til notkunar á landinu en landeigendur eru sammála um að láta ekki landspildur til bygginga á íbúðum eða öðrum mannvirkjum í landi jarðarinnar.
    Bæjarráð Vesturbyggðar harmar afstöðu landeigenda og felur bæjarstjóra að svara bréfritara jafnframt felur bæjarráð byggingafulltrúa að kanna aðra kosti í landi sveitarfélagsins í nágrenni Bíldudals varðandi mögulegar byggingalóðir.

    Byggingafulltrúi vék af fundi klukkan 10:05

      Málsnúmer 1903243

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

      Lagður fyrir viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2019. Launakostnaður og rekstrarksotnaður vegna leikskóladeildar við Patreksskóla samtals 8.1 milljón. Kostnaði er mætt með því að lækka launakostnað á í málaflokki 09 um 2.1 milljón og í málafl. 33 um 3,4 milljónir. Gerð er hagræðingarkrafna í rekstri málaflokks 04 uppá 2,6 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.
      Bæjarráð staðfestir viðaukann samhljóða.

        Málsnúmer 1903392 13

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        4. Fundargerð stjórnar NAVE nr. 121

        Lögð fyrir til kynningar fundargerð stjórna NAVE nr. 121

          Málsnúmer 1905041

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:27