Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #889

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2020

Lagt fram bréf dags. 17. janúar 2020 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 143 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu. Bæjarráð samþykkir lántökuna.

    Málsnúmer 2001026 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

    Lögð fram samantekt úr frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði.

    Kynningarfundur um skýrsluna fer fram í Baldurshaga á Bíldudal kl. 17, þann 5. febrúar nk. Bæjarráð hvetur íbúa til að mæta á fundinn og kynna sér vel skýrsluna.

      Málsnúmer 1903137 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Aðalstræti 105 - Lóð.

      Lagt fram lóðablað dags. 19. nóvember 2019, þar sem afmörkuð er ný 549 m2 lóð í kringum Aðalstræti 105 á Patreksfirði.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir lóðina.

        Málsnúmer 1911098 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Þorrablót Patreksfirði 2020 - ósk um umsögn

        Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 7. janúar 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um tímabundið áfengisleyfi í tilefni af þorrablóti Kvennfélagsins Sifjar í Félagsheimili Patreksfjarðar.

        Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

          Málsnúmer 2001015

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Þorrablót í Birkimel, Barðaströnd, ósk um umsögn

          Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 15. janúar 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn vegna tækifærisleyfis í tilefni af þorrablóti í Birkimel á Barðaströnd.

          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

            Málsnúmer 2001025

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            6. Grunninnviðir á sunnanverðum Vestfjörðum

            Lögð fram drög að greinargerð Vestfjarðastofu til átakshóp ráðuneyta um innviðamál.

              Málsnúmer 2001021 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Öflun upplýsinga um afleiðingar óveðurs í þágu almannavarna

              Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur Lögreglustjórans á Vestfjörðum dags. 20. desember 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um afleiðingar óveðursins 10. desember 2019.

                Málsnúmer 2001013

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Breyting á gjaldskrá á ári 2020 - Landskerfi bókasafna

                Lagt fram til kynningar bréf Landskerfa bókasafna dags. 30. desember 2019 þar sem tilkynnt er um breytingar á gjaldskrá Landskerfa bókasafna á árinu 2020.

                  Málsnúmer 2001019

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:59