Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #892

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 10. mars 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ)
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Friðlýsing á Látrabjargi

Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 6. mars 2020 vegna friðlýsingar Látrabjargs. Meðfylgjandi tölvupóstinum eru drög að auglýsingu um friðland á Látrabjargi. Í erindinu er óskað eftir afstöðu Vesturbyggðar til friðlýsingar svæðisins í samræmi við 38. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

  Málsnúmer 2003011 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Leikskólinn Araklettur - starfsmannamál

  Lögð fram kynning leikskólastjóra á Arakletti um starfsmannamál og hugmyndir til að laða að fagfólk og annað starfsfólk til starfa. Fræðslu- og æskulýðsráð fór yfir málið á 58. fundi sínum 26. febrúar 2020 og lagði til við bæjarráð að settur yrði á laggirnar samstarfshópur sem vinna ætti tillögur að bættu starfsumhverfi leikskóla með áherslu á gott samstarf við stjórnendur og starfsfólk leikskóla.

  Bæjarráð er sammála því að taka þurfi út starfsumhverfi leikskóla Vesturbyggðar og unnar verði tillögur að bættu starfsumhverfi þegar niðurstöður úttektar að hálfu miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri liggja fyrir.

   Málsnúmer 2002237 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Landamerki Litla-Eyri - Bíldudalur

   Lagt fram minnisblað byggingafulltrúa Vesturbyggðar dags. 10. mars 2020 vegna landamerkja Litlu-Eyrar við þéttbýlið á Bíldudal ásamt drögum að landamerkjayfirlýsingu fyrir mörk jarðarinnar Litla-Eyri og lóðar í eigu Vesturbyggðar.

   Bæjarráð felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

    Málsnúmer 2003024

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Umsókn um skóladvöl utan sveitarfélags

    Skráð í trúnaðarmálabók.

     Málsnúmer 2002226

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Til kynningar

     5. Mál nr. 311, þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ósk um umsögn

     Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 27. febrúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

      Málsnúmer 2003014

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Mál nr. 323, Lög um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra, ósk um umsögn

      Lagður fram til kynningar tölvupóstur velferðarnefndar Alþingis dags. 25. febrúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.

       Málsnúmer 2003012

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Mál nr. 191, um stöðu barna tíu árum eftir hrun, ósk um umsögn

       Lagður fram til kynningar tölvupóstur velferðarnefndar Alþingis dags. 25. febrúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun.

        Málsnúmer 2003013

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2020

        Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu frá 22. fundi 3. desember 2019 og 23. fundi 4. febrúar 2020.

         Málsnúmer 2003010 6

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Fundargerð nr. 176 Breiðafjarðarnefndar

         Lögð fram til kynningar fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 176. fundi 14. janúar 2020.

          Málsnúmer 2003016

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Fundargerð nr. 879 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

          Lögð fram til kynningar fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. febrúar 2020.

           Málsnúmer 2003018

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05