Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #893

Fundur haldinn í fjarfundi, 31. mars 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárfestingar ár 2019

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019, samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimildir og breytingar á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir mati á stöðu verkefna, bæði lokið og áætlað ólokið gagnvart gildandi fjárheimild.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu einstakra verkefna og drög að svari til eftirlitsnefndarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Aðgerðir sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir atvinnulíf vegna samdráttar í kjölfar COVID-19

Lagt er til að breytingar verði gerðar á gjalddögum fasteignagjalda árið 2020 í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs Covid-19, sem voru samþykkt á alþingi 30. mars. sl. Bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna að málinu.

Lögð fram gögn vegna landfyllingar á Bíldudal sem mælt er fyrir um í þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Hafnarstjóri kom inn á fundinn og fór yfir málið. Bæjarráð fagnar framlagi í framkvæmdina sem lögð hefur verið mikil áhersla á í ljósi aukinna umsvifa fyrirtækja á Bíldudal.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Rekstur tjaldsvæðis á Patreksfirði

Lagðar fram umsóknir um rekstur tjaldsvæðis á Patreksfirði sumarið 2020. Menningar- og ferðamálafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir málið.

Bæjarráð samþykkir að gera samning við Vestur Restaurant um rekstur tjaldsvæðis á Patreksfirði og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna drög að samningi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Vinnuskóli 2020

Lögð fram tillaga um laun fyrir unglinga í Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2020.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Heilsueflandi samfélag

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 25. mars 2020. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir ferli sveitarfélaga að verða heilsueflandi samfélag.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að sveitarfélagið sæki um að verða heilsueflandi samfélag.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Útboð á sorphirðu fyrir Vesturbyggð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 11. mars 2020 vegna undirbúnings útboðs á sorphirðu og eyðingu sorps í Vesturbyggð sem unnið hefur verið að með Tálknafjarðahrepp með aðstoð Tækniþjónustu Vestfjarða og verkfræðistofunnar Eflu.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir undirbúning vegna útboðsins og leggur til að útboðinu verði frestað um eitt ár, þar sem vinna við undirbúning hafi tafist vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Bæjarráð samþykkir að fresta útboðinu og felur bæjarstjóra að ganga frá framlenginu á samningi við Terra um sorpþjónustu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Leyfi landeiganda eða annara rétthafa utan skipulagðra tjaldsvæða - Félag húsbílaeigenda

Lagt fram erindi frá félagi húsbílaeigenda dags. 18 febrúar 2020, þar sem óskað er leyfis landeigenda vegna notkunar tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 70. fundi sínum 12. mars sl. og hafnaði erindinu.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og hafnar erindinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Strandveiðar og áhrif Covid-19

Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru vegna áhrifa af Covid-19 skorar bæjarráð Vesturbyggðar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að ákvæði laga um stjórn fiskveiða og reglugerða sem um strandveiði fjalla, verði rýmkaðar verulega. Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir áherslur í bréfi Landssambands smábátaeigenda dags. 27. mars 2020 og markmið þess að rýmka framangreindar reglur verði aukinn sveigjanleiki við nýtingu auðlindarinnar og þannig fáist sem mest verðmæti fyrir þann afla sem veiddur er.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Breyting á reglugerð um framkvæmdarleyfi - ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Endurskoðun kosningalaga - drög að frumvarpi til kosningalaga

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til kosningalaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Meðhöndlun úrgangs vegna COVID-19

Lögð fram til kynningar uppfærð áætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs og verklagsreglur vegna Covid-19.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Verklagsreglur um umhirðu og frágang vegna samsetningar eldirkvía í Sandodda

Lagðar fram til kynningar verklagsreglur varðandi umhirðu og frágang í tengslum við samsetningar eldiskvía í Sandodda í Patreksfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Mál nr. 666, félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða, ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur velferðarnefndar Alþingis dags. 21. mars 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fundargerð 56. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 56. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 11. mars 2020.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar stjórnar Vestfjarðastofu 17. mars 2020.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40