Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #906

Fundur haldinn í fjarfundi, 12. október 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Magnús Jónsson (MJ)
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Verkefni Vestfjarðastofu

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri mætti inn á fundinn í fjarfundi og fór yfir helstu verkefni Vestfjarðastofu.

  Málsnúmer 2007031 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Ósk um staðsetningu bráðabirgða aðstöðu.

  Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir mögulegar lausnir fyrir Áhaldahúsið á Bíldudal.

   Málsnúmer 2006026 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Götur og umferðaröryggi á Bíldudal

   Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir stöðu gatna og umferðaröryggis á Bíludual.

    Málsnúmer 2010018

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Rekstur og fjárhagsstaða 2020

    Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir stöðu útsvars fyrstu níu mánuði ársins. Eftirálagða útsvarið sem skilaði sér í september var hærra en áætlun gerði ráð fyrir og hefur því þróun útsvarstekna færst í átt að upprunalegri áætlun. Miðað við stöðuna í lok september eru útsvarstekjur 2 milljónum króna undir áætlun 2020. Hag- og upplýsingasvið Sambands Íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út staðgreiðsluáætlun fyrir árið 2020 og gerir hún ráð fyrir að útsvar ársins 2020 verði 4,5 milljónum króna undir áætlun.

    Gert er ráð fyrir að staðgreiðslutekjur hækki um 3,2% á árinu 2021.

    Áætlun jöfnunarsjóðs fyrir framlög 2020 sem birt var 1. október 2020 gerir ráð fyrir enn meiri lækkun framlaga til Vesturbyggðar en gert var ráð fyrir í júní. Samkvæmt áætluninni er gert er ráð fyrir 22% lækkun útgjaldajöfnunarframlags eða um 38,1 milljóna króna skerðingu, 15% lækkun á grunnskólaframlagi eða 17,7 milljóna króna skerðingu og 17% lækkun á fasteignaframlagi eða 14 milljóna króna skerðingu. Gerir það samtals lækkun uppá 70 milljónir króna af framlagi jöfnunarsjóðs á árinu 2020 frá upprunalegum áætlunum.

    Bæjarráð ítrekar aftur bókun sína frá 896. og 903. fundi sínum þar sem bent er á mikilvægi framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga og mikilvægi þess að þau séu ekki skert. Sveitarfélagið reiðir sig á framlög Jöfnunarsjóðs til að geta staðið undir lögbundnum verkefnum.

     Málsnúmer 2005090 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

     Lögð voru fram fyrstu drög að yfirliti yfir fjárfestingar og sérgreind verkefni vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Þá var rætt um fyrirkomulag vinnufunda aukins bæjarráðs við gerð fjárhagsáætlunar.

      Málsnúmer 2005091 14

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Bók um krapaflóð, beiðni um styrk

      Lagt fram erindi frá Agli St. Fjeldsted, dags. 27. september 2020, þar sem óskað er eftir styrk
      til útgáfu bókar um Krapaflóðin sem féllu á Patreksfirði 22. janúar 1983.

      Bæjarráð fagnar framtakinu og vísar erindinu til menninga- og ferðamálaráðs til afgreiðslu.

       Málsnúmer 2010006

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Minnisblað vegna siglingaverndar og stjórnendavaktar

       Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 25. september 2020 vegna siglingavernda og stjórnendavaktar. Í minnisblaðinu er lagt til að sameina stjórnendavakt slökkviliðsins og vaktsíma siglingaverndar sem tekið yrði tillit til við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

       Bæjarráð vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráði en bendir á að nú sé í gangi vinna við að greina fýsileika að sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðum, sem taka þurfi einnig tillit til við afgreiðslu málsins af hálfu hafna- og atvinnumálaráðs.

        Málsnúmer 2009086 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020

        Lögð fram drög að áfangastaðaáætlun Vestfjarða frá Vestfjarðastofu dags. 6. október 2020. Drögunum er vísað til umfjöllunar í menningar- og ferðamálaráði og bæjarstjóra falið að senda Vestfjarðastofu athugasemdir við drögin í samræmi við umræður á fundinum og að lokinni umfjöllun menningar- og ferðamálaráðs.

         Málsnúmer 2010019 3

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Starfshópur, girðingar, umbætur og hagræðing - Vegagerðin

         Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 28. september 2020 vegna skipunar starfshóps sem hefur það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og vinna tillögur hvernig slíkt samstarf verði best unnið á svæðisvísu. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum frá Vesturbyggð um kostnað vegna girðinga.

         Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.

          Málsnúmer 2010007

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          10. Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021

          Bæjarstjóri fór yfir þau verkefni sem sveitarfélagið kom að, vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021. Umsóknirnar snúa að byggingu aðstöðuhúss við sundlaugina Krossholtum í samvinnu við Ungmennafélag Barðstrendinga, upplýsingaskilti á Rauðasandi í samvinnu við landeigendur, uppbyggingu gamalla húsa á Bíldudal í samstarfi við áhugamannafélagið Gyðu og uppbyggingu sjótengds útivistarsvæðis við Vatneyri á Patreksfirði.

           Málsnúmer 2010030

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Fundargrerð nr. 888 fundar stjórnar SÍS

           Lögð fram til kynningar fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fundar 29. september 2020.

            Málsnúmer 2010014

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Endurskoðun hættumats undir leiðigörðum

            Lagt fram til kynningar bréf Veðurstofu Íslands dags. 1. október 2020 þar sem endurskoðað verður hættumat undir nokkrum varnargörðum hér á landi, þar á meðal á Bíldudal (Búðargil). Bréfinu fylgir yfirlitskort sem sýnir það svæði sem endurskoðun hættumats mun ná til og ítrekar Veðurstofan að ekki verði byggt á því svæði.

             Málsnúmer 2010010 2

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Aðalfundur LSE 2020

             Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Naomi Bos f.h. stjórnar Félags skógarbænda á Vestfjörðum dags. 4. október 2020 vegna aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum.

              Málsnúmer 2010017

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Héraðsdýralæknir

              Lagður fram til kynningar tölvupóstur Matvælastofnunar dags. 14. september 2020 þar sem vakin er athygli á að umdæmi héraðsdýralækna verða fimm.

               Málsnúmer 2009080

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:07