Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #909

Fundur haldinn í fjarfundi, 20. nóvember 2020 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerðu Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Auglýsing um ákvörðun ráðherra vegna neyðarstigs almannavarna af völdum Covid-19

Lögð fram auglýsing nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfshæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, skv. VI. bráðabrigðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna farsóttar af völdum Covid-19. Samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi.

Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar, heimildin gildir til 10. mars 2021.

Lagt er til að svo tryggja megi starfshæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að notaður verði fjarfundabúnaður á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Einnig samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

Samþykkt samhljóða.

  Málsnúmer 2003041 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

  Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2021 og 3 ára áætlun 2022-2024

  Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 ásamt 3 ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 25. nóvember nk.

   Málsnúmer 2005091 14

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Fjárhagsáætlun 2021 - gjaldskrár Vesturbyggðar

   Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2021.

   Gjaldastuðlar á árinu 2021 eru eftirfarandi:

   Útsvarshlutfall 14,520%
   Fasteignaskattur A-flokkur 0,450%
   Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
   Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
   Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,400%
   Vatnsgjald annað húsnæði 0,500%
   Fráveitugjald 0,400%
   Lóðaleiga 3,750%

   Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Málsnúmer 2011019 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Breiðafjarðarferjan Baldur

    Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 15. janúar 2020, þar sem bent er á mikilvægi hlutverks Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Ferjusamgöngur yfir Breiðafjörð gegna lykilhlutverki fyrir íbúa og atvinnurekendur á sunnanverðum Vestfjörðum. Erfiðar vetrarsamgöngur á Vestfjarðavegi, þar sem einstaklingar neyðast til að skilja bíla sína eftir vegna ófærðar, vegkantar hrynja undan flutningabifreiðum, hálkuvörnum og söndun er ábótavant og fjarskiptasamband er ótryggt, verður til þess að ferja yfir Breiðafjörðinn gegnir lykilhlutverki í að tryggja öryggi íbúa og að hjól atvinnulífsins snúist eðlilega á sunnanverðum Vestfjörðum. Sú staðreynd að Vestfjarðavegur um Klettsháls hafi verið lokaður í meira en 40 skipti í fjórar klukkustundir eða lengur það sem af er árinu 2020, er ekki hægt að una við. Vesturbyggð leggur því ríka áherslu á að ferðum ferjunnar verði fjölgað í samræmi við aukna atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum sem og mikilvægi þess að endurnýjun ferjunnar verði flýtt eins og kostur er til að tryggja öryggi íbúa og afkastagetu til að mæta auknum flutningum, til og frá sunnanverðum Vestjförðum.

     Málsnúmer 2009020

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Lokun leikskóla milli jóla og nýárs 2020

     Lögð fram beiðni skólastjórnenda í grunn- og leikskólum í Vesturbyggð dags. 19. nóvember 2020, þar sem þess er óskað að skólarnir verði lokaðir á milli jóla og nýárs. Reynsla skólastjórnenda er að fá börn nýti sér leikskóladvöl þessa daga. Þá eru starfsmenn undir miklu álagi vegna kórónuveirufaraldursins og lokun milli jóla- og nýárs mikilvæg hvíld fyrir framlínustarfsmenn leikskólanna sem og börnin.

     Bæjarráð samþykkir að auglýsa lokun leikskóla og leikskóladeildar á milli jóla og nýárs og vísar í bókun frá 894. fundi bæjarráðs frá 21. apríl 2020 þar sem lokunin var samþykkt.

      Málsnúmer 2011049

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Breyting á eldissvæðum Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði og Tálknafirði. Umsagnarbeiðni og rafræn greinargerð

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

      Bæjarstjóra falið að skila umsögn um breytinguna í samræmi við umræður á fundinum og að undangenginni umfjöllun í hafna- og atvinnumálaráði.

       Málsnúmer 2011043 3

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61 2003.

       Lögð fram drög að umsögn Vesturbyggðar um drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum hafnalaga nr. 61/2003.

       Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs og fagnar því að fram sé komið frumvarp sem ætlað er að skýra gjaldtöku af eldisfisk. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að ákvæði hafnalaga í heild sinni verði endurskoðuð vegna þeirra miklu breytinga sem aukið fiskeldi hefur haft fyrir starfsemi hafna.

        Málsnúmer 2011026 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Strönd ehf. - slit félags

        Lagður fram tölvupóstur dags. 18. nóvember 2020 frá Ólöfu S. Pálsdóttur vegna sölu húsnæðis Saumastofunnar Strandar ehf. en til stendur að slíta félaginu. Vesturbyggð (fyrrum Barðastrandarhreppur) átti 16,85% af hlutafé félagsins. Þrír stærstu hluthafar félagsins hafa ákveðið að gefa arð sinn til góðgerðarmála.

        Bæjarráð samþykkir að gefa andvirði síns hluta í Strönd ehf. til Ungmennafélags Barðstrendinga.

         Málsnúmer 2011056 2

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Til kynningar

         9. Mál nr. 43 um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ósk um umsögn

         Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 11. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

          Málsnúmer 2011032

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Mál nr. 81 um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum. Ósk um umsögn

          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 17. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrarstefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.

           Málsnúmer 2011042

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Breytingar LSE og nýtt félagskerfi BÍ

           Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Félagi skógarbænda á Vestfjörðum, dags. 13. nóvember 2020 um breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands.

            Málsnúmer 2011037

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Mál nr. 276 um náttúruvernd, nr. 60-2013. Ósk um umsögn

            Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 17. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.

             Málsnúmer 2011044

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30