Fundur haldinn í fjarfundi, 13. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði
Lagður fram til staðfestingar samningur um nýbyggingu og endurbætur á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.
Samkvæmt samningnum munu heilbrigðisráðuneytið og Vesturbyggð standa saman að byggingu og endurbótum á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Í niðurstöðu frumathugunnar Framkvæmdasýslu ríkisins frá mars 2021 er lagt til að byggja við stofnunina og gera endurbætur á hluta hennar. Í dag er heimilið með 11 hjúkrunarrýmum, þar eru fjögur einbýli, tvö tvíbýli og eitt þríbýli. Með stækkuninni verða 11 einbýli sem leysa munu öll tví- og þríbýli af hólmi.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Málsnúmer 2004011 14
2. Beiðni um tilnefningu í samstarfsnefnd um Látrabjarg
Lagður fram tölvupóstur dags. 29.03.2021 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu í samstarfsnefnd um friðland á Látrabjargi.
Bæjarráð tilnefnir Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar og Geir Gestsson sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar til að sitja fyrir hönd Vesturbyggðar í samstarfsnefnd um friðland á Látrabjargi.
Málsnúmer 2103090
3. Vatnsveita Brjánslæk
Lagt fram erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni dags. 22. febrúar 2021. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar vegna umsóknar um styrk til Matvælastofnunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, þar sem landeigendur hyggjast leggja vatnsveitu að lögbýlinu Brjánslæk á Barðaströnd.
Bæjarráð telur fyrirhugaða framkvæmd landeigenda við vatnsveitu að lögbýlinu Brjánslæk á Barðaströnduppfylla 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaganr. 32/2004, að hagkvæmara sé að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum og að Vesturbyggð muni ekki nýta heimild til starfrækslu vatnsveitu á svæðinu. Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar en felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs aðtilkynna bréfriturum um afgreiðslu ráðsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Málsnúmer 2102078 2
Til kynningar
4. Fundargerð nr. 896 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Málsnúmer 2103088
5. Tillaga að friðlýsingu á sunnanverðum Vestfjörðum
Lögð fram til kynningar tillaga að friðlýsingu þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum.
Málsnúmer 2103064
6. Aðalstræti 53 Brunavarnir - Patreksskóli
Lögð fram til kynningar úrbótaætlun dags. 25.05.2021 unnin af sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar fyrir Patreksskóla vegna athugasemda Brunavarna Vesturbyggðar við reglubundið brunavarnaeftirlit.
Málsnúmer 2103074
7. Aðalfundur LSE 2021
8. Mál nr. 622 um almannavarnir ( almannavarnastig o.fl.) Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 27. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
Málsnúmer 2103082
9. Mál nr. 645 um lýðheilsustefnu til ársins 2030. Ósk um umsögn
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 7. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Málsnúmer 2104005
10. Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags.30.03.2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.
Málsnúmer 2103091
11. Niðurstöður sýnatöku og eftirlit vegna Vatnsveitu Bíldudal
Lagðar fram til kynningar niðurstöður sýnatöku fyrir Vatnsveitu Bíldual. Í niðurstöðu sýnatöku kemur fram að sýnið stenst gæðakröfur.
Málsnúmer 2103092
12. Mál SRN20120045, breyting á ýmsum lögum vegna Covid-19 á sveitarfélög
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 31. mars 2021, þar sem vakin er athygli á frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins. Með lögunum er m.a. tryggt að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, sveitarfélögum auðveldað að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og starfhæfi sveitarstjórna tryggt við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Málsnúmer 2101002 2
13. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2021
14. Orlof húsmæðra 2021
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 07.04.2021 þar sem fram kemur að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 120,51 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Málsnúmer 2104006
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:48