Hoppa yfir valmynd

Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Málsnúmer 2004011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. júní 2020 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir vinnu við undirbúning fyrir frumathugun vegne endurnýjunar hjúkarunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Þá fór Bæjarstjóri yfir þau viðbótarrými sem Vesturbyggð hefur óskað eftir að teknar yrðu til skoðunar við frumathugunina, svo sem vegna dagvistunar, félagsstarfs aldraðra og þjónustuíbúðir.

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að Tálknafjarðahreppur hafi ekki viljað koma að endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði og muni ekki standa straum af kostnaði sveitarfélaga við endurnýjun hjúkrunarrýma, þ.e. 17 % af heildarkostnaði við framkvæmdina, þar sem þjónustan er í boði fyrir alla íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.
10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Vesturbyggðar dags. 15. júní 2020 um viðbótarrými vegna frumathugunar fyrir hjúkrunarrými. Bæjarstjóri fór yfir vinnu samstarfshóps um endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði og rætt var um þá valkosti sem til skoðunar eru. Þá var farið yfir þau viðbótarrými sem sveitarfélagið hefur óskað að verði skoðaðir í frumathuguninni, þ.e. rými fyrir félagsstarf aldraðra, dagvistun og þjónustuíbúðir.

Bæjarráð fagnar því að verkefninu miði vel áfram.
6. janúar 2021 – Bæjarráð

Lagður fram samningur heilbrigðisráðuneytisins og Vesturbyggðar við Framkvæmdasýslu ríkisins, um umsjón með frumathugun vegna möguleika þess að endurnýja hjúkrunarrými við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði, aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra, dagvistunarpláss og þjónustuíbúðir. Samkvæmt samningnum er greiðsluhlutfall Vesturbyggðar 17%.

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun hans.
9. mars 2021 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir drög að frumathugun fyrir hjúkrunarrými við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
13. apríl 2021 – Bæjarráð

Lagður fram til staðfestingar samningur um nýbyggingu og endurbætur á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Samkvæmt samningnum munu heilbrigðisráðuneytið og Vesturbyggð standa saman að byggingu og endurbótum á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Í niðurstöðu frumathugunnar Framkvæmdasýslu ríkisins frá mars 2021 er lagt til að byggja við stofnunina og gera endurbætur á hluta hennar. Í dag er heimilið með 11 hjúkrunarrýmum, þar eru fjögur einbýli, tvö tvíbýli og eitt þríbýli. Með stækkuninni verða 11 einbýli sem leysa munu öll tví- og þríbýli af hólmi.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Lagður fram til staðfestingar samningur um nýbyggingu og endurbætur á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Samkvæmt samningnum munu heilbrigðisráðuneytið og Vesturbyggð standa saman að byggingu og endurbótum á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Í niðurstöðu frumathugunnar Framkvæmdasýslu ríkisins frá mars 2021 er lagt til að byggja við stofnunina og gera endurbætur á hluta hennar. Í dag er heimilið með 11 hjúkrunarrýmum, þar eru fjögur einbýli, tvö tvíbýli og eitt þríbýli. Með stækkuninni verða 11 einbýli sem leysa munu öll tví- og þríbýli af hólmi.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar.
31. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagður fram verkkaupasamningur Heilbrigðisráðuneytis, Vesturbyggðar og framkvæmdasýslu ríkisins um verkaskiptingu og vinnutilhögun við áætlunargerð vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis á Patreksfirði. Bæjarráð staðfestir samninginn.

Bæjarráð leggur til að Arnheiður Jónsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi Vesturbyggðar í dómnefnd á samkeppnistíma tillagna. Samþykkt samhljóða.
19. janúar 2022 – Bæjarstjórn

Forseti leggur til að skipaður verði stýrihópur sem muni vinna tillögu varðandi viðbótarrými fyrir félagsstarf aldraðra í tengslum við endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Hópurinn verði þannig skipaður: Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs, Jón Árnason og Friðbjörg Matthíasdóttir og þá muni bæjarstjóri starfa með hópnum. Hópnum er falið að afla frekari gagna og móta tillögu er varðar viðbótarrými sveitarfélagsins sem lögð verði fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir tillöguna samhljóða.
16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Bæjarstjóri fór yfir framvindu málsins frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri.

Í máli bæjarstjóra kom fram að í samræmi við niðurstöður frumathugunar og með vísan til 66. gr. sveitarstjórnarlaga hefur verið óskað eftir mati á áhrifum framkvæmdarinnar á fjárhag sveitarfélagsins. Þá hefur verið aflað frekari gagna og upplýsinga frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignir um sambærileg samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga ásamt því að afla frekari upplýsinga frá sveitarfélögum sem farið hafa í sambærileg verkefni. Þegar öflun gagna er lokið mun stýrihópur sem bæjarstjórn skipaði á síðasta fundi sínum móta tillögu er varðar viðbótarrými sveitarfélagsins.
29. mars 2022 – Bæjarráð

Rætt um stöðu undirbúnings fyrir endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og viðbótarrými sveitarfélagsins fyrir félagsstarf aldraðra. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á 359. fundi sínum 28. apríl 2021 að taka þátt í kostnaði við endurbætur á hjúkrunarrýmum. Stýrihópur bæjarstjórnar hefur rýnt þau gögn sem liggja fyrir, m.a. frumathugun á hjúkrunarrýmum og viðbótarrými sem gerir ráð fyrir að kostnaður sveitarfélagsins sé 513 millj. kr. sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins. Í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er unnið að sérfræðiáliti til að meta áhrif á fjárhag sveitarfélagsins til lengri tíma og áhrifum af rekstrarkostnaði. Stefnir stýrihópur bæjarstjórnar á að tillaga um viðbótarrými sveitarfélagsins samhliða endurnýjun hjúkrunarrýma muni liggja fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Vesturbyggð hefur rýnt frumathugun ásamt kostnaðaráætlun og er nú með til vinnslu sérfræðiálit á grundvelli 66.gr. sveitarstjórnarlaga til að leggja mat á getu sveitarfélagsins til að halda áfram með viðbótarrými í tengslum við endurnýjun hjúkrunarrýma við heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Starfshópur um verkefnið fundaði á dögunum með fulltrúa Heilbrigðisráðuneytis um verkefnið og var niðurstaðan sú að Vesturbyggð sendi erindi til Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna þar sem óskað yrði eftir því að fallið yrði frá hugmyndum um hönnunarsamkeppni við endurskipulagningu og stækkun hjúkrunarheimilis og frekar yrði hoft til þess að bjóða út hönnunina og framkvæmdina með það að markmiði að framkvæmdin yrði kostnaðarmiðuð og góð nýting náist út úr þeim fermetrum sem bæta þarf við núverandi húsnæði.

Vesturbyggð óskaði jafnframt eftir því í sama erindi að fá að endurskoða þann fermetrafjölda í viðbótarrými sem hugsaður er fyrir félagsstarf aldraðra.

Til máls tóku: Forseti, ÞSÓ.
11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Frá síðasta fundi bæjarstjórnar hefur starfshópur um verkefnið fundað nokkrum sinnum með fulltrúum framkvæmdasýslunnar, heilbrigðisráðuneytisins og heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir hefur tilkynnt að fallið hefur verið frá hugmyndum um hönnunarsamskeppni. Endurskoðuð hefur verið rýmisáætlun fyrir viðbótarrými fyrir félagsstarf aldraðra. Næsti fundur starfshópsins með framkvæmdasýslu, heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnun Vestfjarða um breytingar á frumathugun fyrir verkefnið mun fara fram 31. maí nk.

Til máls tók: Varaforseti og FM

Samþykkt samhljóða
15. júní 2022 – Bæjarráð

Fulltrúar Vesturbyggðar skipaðir í starfshóp um fjölgun hjúkrunarrýma og viðbótarrými fyrir starf eldri borgara við heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patrekfirði.

Í starfshópinn eru skipuð fyrir hönd Vesturbyggðar, Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Friðbjörg Matthíasdóttir.
7. febrúar 2023 – Bæjarráð

Kynnt er uppfærð frumathugun vegna Hjúkrunarheimilisins á Patreksfirði sem var undirrituð í lok árs 2022.

Í frumathugninni er m.a. þarfagreining fyrir félagsstarf eldri borgar sem er á vegum sveitarfélagsins. Áætlað rými félagsstarfsins er 270 m2 sem sveitarfélagið mun greiða leigu fyrir, náist samkomulag um leiguverð. Eftir að framkvæmdum lýkur þarf að uppfæra leigusamninga og semja endanlega um leiguverð. Bæjarstjóri fer yfir samskipti við Framkvæmdasýsluna / Ríkiseignir og leggur til næstu skref í þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna málið fyrir stjórn Vestur - Botns.
25. október 2023 – Bæjarráð

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir verkkaupafunda vegna hjúkrunarrýma á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði. Fundirnir voru haldnir 5. og 13. október 2023.
13. nóvember 2023 – Bæjarráð

Lagt fram til umræðu minnisblað bæjarstjóra, dags. 10. nóvember 2023, vegna áforma um hýsingu félagsstarf aldraðra í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði.

Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að uppbygging hjúkrunarrýma í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Hins vegar sér sveitarfélagið ekki hag í því að flytja félagsstarf aldraðra í heilbrigðisstofnunina að svo stöddu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn Vesturbotns ehf. um möguleika Vesturbotns ehf. á að koma að endurbótum á húsnæði félagsstarfsins í Selinu og bílskúr Selsins til að hægt sé að nýta hann undir vinnuaðstöðu fyrir eldri borgara.