Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ)
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2021
Lögð fram drög að ársreikningi Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2021.
Sigurjón Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu atriði í ársreikningnum og svaraði spurningum nefndarmanna.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Snjómokstur Vesturbyggðar 2022
Lagt fram minnisblað dags. 8. apríl 2022. Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir snjómokstur það sem af er árinu 2022. Áætlaðar voru á árinu 2022 13,6 milljónir í snjómokstur en raunkostnaður er 22,3 milljónir.
Mjög óvenjulegar aðstæður hafa verið uppi og er óhætt að segja að snjómokstur á Patreksfirði og Bíldudal hafi verið sinnt með sóma og að brugðist hafi verið við með þeim hætti sem hægt var hverju sinni. Bæði stóðu verktakar sem og starfsmenn sveitarfélagsins sig vel.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2022 svo hægt verði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs.
3. Samþykktir um stjórn Vesturbyggðar - endurskoðun
Uppfærð drög að samþykktum um stjórn Vesturbyggðar lögð fram. Gildistaka ákvæðis um heimastjórnir og framkvæmd íbúakosninga skv. sveitarstjórnarlögum tekur gildi 1. október 2022 eða þegar kosið hefur verið í heimastjórnir í Vesturbyggð skv. 36. gr. og öðlast þá gildi 48. gr. og viðauki I við samþykktina. Fram að því mun 47. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum um fastanefndir Vesturbyggðar gilda.
Bæjarráð vísar drögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn.
4. Sameiginleg björgunarmiðstöð á Patreksfirði
Lagður fram tölvupóstur dags. 22. mars sl. þar sem fram kemur að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða dragi til baka vilyrði um þáttöku í sameiginlegri björgunarmiðstöð með Björgunarsveitinni Blakk á Patreksfirði og slökkviliði Patreksfjarðar. Í yfrlýsingunni kemur fram að ef ekki liggi fyrir bindandi samningur fyrir 1. október 2022 eða á annan hátt tryggt að af framkvæmdinni verði er aðilum viljayfirlýsingarinnar frjálst að ganga úr samstarfinu án eftirmála.
Bæjarráð harmar afstöðu Heilbrigðisstofnunarinnar en mun óska eftir áframhaldandi viðræðum við Björgunarsveitina Blakk um sameiginlega björgunarmiðstöð á Patreksfirði.
5. Römpum upp Ísland - bréf
Lagt fram erindi frá verkefninu Römpum upp Ísland. Markmiðið með verkefninu er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar verkefninu og er sveitarfélagið tilbúið til samstarfs þegar að því kemur.
6. Sorhirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa
Fundargerð 1. verkfundar milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 24. mars 2022 lögð fram.
Óskað er eftir tilnefningu eftirlitsaðila í samræmi við lið 0.2.3 í samningi, þar sem kveðið er á um hvort sveitarfélag tilnefni aðila í eftirlit með verkinu sem sjá um reglubundið eftirlit með framkvæmd verks.
Bæjarráð Vesturbyggðar tilnefnir sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs til þess að hafa eftirlit með framkvæmdinni.
Til kynningar
7. Breytingar á lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS í samráðsgátt- ósk um umsögn
Lagt fram til kynningar erindi Innviðaráðuneytisins dags. 4. apríl 2022 um beiðni um umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar.
8. Bókun stjórnar sambandsins um átak um hringrásarkerfið
Lögð fyrir til kynningar yfirlýsing stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 25.03.2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30