Fundur haldinn í fjarfundi, 26. september 2023 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Araklettur viðbygging
Tekin fyrir seinkun á viðbyggingunni við leikskólann Araklett.
Bæjarstjóri fór yfir og upplýsti bæjarráð um seinkun á komu viðbyggingar við leikskólann Araklett á Patreksfirði. Gert er ráð fyrir að byggingin komi vestur um miðjan október nk.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með seinkunina og felur bæjarstjóra að leita leiða til að húsnæðið verði tilbúið til noktunar sem allra fyrst. Foreldrar og forráðamenn þeirra barna sem bíða eftir plássi verða upplýstir um gang mála.
Til kynningar
2. Leikskólamál á Barðaströnd, fyrirspurn um opnun deildar
Lagður er fram tölvupóstur Elínar Eyjólfsdóttur, dags. 31. ágúst 2023, með fyrirspurn varðandi leikskólamál á Barðaströnd.
Erindið var tekið fyrir og rætt á vinnufundi bæjarstjórnar 12. september sl. þar sem bæajrstjóra var falið að leggja loka hönd á svarbréf til bréfritara á grundvelli umræðna á fundinum. Svar var sent með tölvupósti 15. september sl. og er það lagt hér fram til kynningar.
3. Stefnumótun lagareldis
Kynnt er sameiginleg umsögn Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, dags. 8. september 2023, við greinargerð matvælaráðuneytisins um Fiskeldissjóð, sem barst sveitarfélögunum til umsagnar 1. september sl.
4. Til samráðs - drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 21.september sl. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla.
5. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagðar fram til kynnningar 932. og 933. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
6. Til samráðs - Frumvarp til laga um Loftslagsstofnun og Náttúruverndar- og minjastofnun
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfis-, orku- og loftlagsáðuneytinu dags. 20.september sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Loftlagsstofnun og Náttúruverndar- og minjastofnun.
7. Til samráðs -Breytingar á lögum um svæðisbundra flutningsjöfnun
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 21.september sl. þar sem óskað er eftir umsögn breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30