Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #982

Fundur haldinn í fjarfundi, 22. apríl 2024 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ársreikningur 2023

Lagður fram í fyrri umræðu Ársreikningur Vesturbyggðar stofnana hans fyrir árið 2023.

Bæjarráð vísar ársreikningi 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Hafnarbraut, Bíldudal. Umsókn um lóð undir hótelbyggingu.

Lögð er fram umsókn BA 64 ehf., móttekin 2. apríl 2024, þar sem sótt er um lóð vegna hótelbyggingar við höfnina á Bíldudal eða viljayfirlýsingu þar um.
Vísað er sérstaklega til nýlegrar breytingar á reglum Vesturbyggðar um úthlutun lóða þar sem segir að bæjarstjórn sé heimild í sérstökum tilvikum vegna ríkra hagsmuna sveitarfélagsins að úthluta lóðum án auglýsingar til lögaðila vegna stærri uppbyggingarvrekefna, enda liggi fyrir samningur milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila.

Bæjarráð tekur vel í beiðnina og fagnar verkefninu. Bæjarstjóra falið að stilla upp samningi í samráði við umsækjendur lóðarinnar og leggja að nýju fyrir ráðið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Úttekt á starfssemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa

Lagður er fram til samþykktar viðauki við samning milli Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða, um framlengingu samningsins til ársloka 2024.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að taka áfram þátt í verkefninu sem einn rekstraraðila og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Til samráðs - drög að reglugerð um breytinu á reglugerð nr.162-2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár, almannaheillafélagaskrár o.fl., með síðari breytingum.

Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 11. april sl. þar sem óskað er umsagnar um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162/2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár, almannaheillafélagaskrár o.fl., með síðari breytingum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisins um þjóðlendur á svæði 12

Lagður fram tölvupóstur frá óbyggðanefnd dags. 11. apríl sl. með tilkynningu um málsmeðferð vegna eyja og skerja.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25