Hoppa yfir valmynd

Úttekt á starfssemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa

Málsnúmer 2401073

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. febrúar 2024 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 22. janúar sl. með bréfi varðandi úttekt á starfssemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa.

Vesturbyggð leggur áherslu á að öflugar rannsóknir séu unnar á Vestfjörðum og að sú þekking sem skapast með rannsóknunum verði til staðar á svæðinu til að þær nýtist samfélögunum sem best. Náttúrustofa Vestfjarða hefur skipað lykilhlutverk í rannsóknarstörfum sem unnin eru á Vestfjörðum og teljum við framtíð þeirra mikilvæga fyrir Vestfirði.

Bæjarráð er tilbúið til þess að taka þátt í samtali sem boðað hefur verið til milli ríkis og þeirra sveitarfélaga sem standa að baki náttúrustofa.