Fundur haldinn í fjarfundi, 7. maí 2024 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Mál nr. 930 um lagareldi
Lagður er fram tölvupóstur nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dags. 24. apríl 2024, þar sem veittur er frumvarp um lagareldi er lagt fram til umsagnar á umsagnargátt Alþingis. Frestur til að veita umsögn er til og með 8. maí n.k. Jafnframt eru lögð fyrir fundinn drög að umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna og senda inn umsögn Vesturbyggðar í samráðsgátt stjórnvalda í samvinnu við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.
2. Bíldudalsskóli - húsnæði
Lagður er fram tölvupóstur frá fjármálaráðuneytinu, dags. 24. apríl 2024, ásamt drögum að samkomulagi vegna Bíldudalsskóla er varðar nýtingu á Dalbraut 2 á Bíldudal.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið og felur bæjarstjóra að rita undir það fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarráð leggur áherslu á að fundin verði farsæl lausn um framtíð hússins í samráði heimastjórn Arnarfjarðar.
3. Innleiðing heimastjórna
Innleiðing heimastjórna rædd. Bæjarráð leggur áherslu á að innleiðingin gangi vel og haldið sé vel utan um verkefni heimastjórna ásamt því að samfella sé á verklagi hverrar heimastjórnar.
Samþykkt er að ráða inn ritara heimastjórna tímabundið í 50% starf til áramóta til að fylgja innleiðingunni eftir. Gert var ráð fyrir fjármagni til verkefnisins við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Til kynningar
4. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2024
Lögð er fram fundargerð 60. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga til kynningar.
5. Til samráðs - Drög að reglugerð um vottorð, álitsgerðir, faglegar yfirlýsingar og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 30. apríl sl með ósk um umsögn um drög að reglugerð um vottorð, álitsgerðir, faglegar yfirlýsingar og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna.
6. Til samráðs - Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu í neytendamálum til 2030
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 30.apríl sl. með ósk um umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu í neytendamálum til 2030.
7. Vesturbotn - ábending varðandi landarmörk
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Halldóri Árnasyni dags. 18. apríl sl. með ábendingu varðandi landarmörk Vesturbotns.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið.
Sveitarfélagið hefur þegar hafið vinnu við lausn málsins.
8. Mál nr. 900 um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 19. apríl sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku).
9. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2024
Lögð fram til kynningar 147. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 18. apríl sl. ásamt ársskýrslu heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2023.
10. Tengivegaáætlun 2024-2028
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 29. apríl sl. með samþykktri tengivegaáætlun fyrir árin 2024-2028.
11. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
12. Ársreikningur 2023 og samþykktir Landskerfa Bókasafna, ásamt aðalfundarboði
Lagður fyrir til kynningar ársreikningur Landskerfa bóksafna hf. fyrir árið 2023 ásamt samþykktum félagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40