Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #1

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 11. júní 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) starfandi bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Blámi

Þorsteinn Másson framkvæmdastjóri Bláma kom á fund bæjarráðs.

Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Vestfjarðastofu þar sem meginmarkmiðið er að styðja við og efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna með því að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði.

Þorsteinn kynnti starfsemina og helstu verkefni sem Blámi hefur komið að og er að vinna að. Rætt var um nýtt starf hjá Bláma sem auglýst verður fljótlega en starfsmaðurinn verður með starfsstöð í Vatneyrarbúð á Patreksfirði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Farsæld barna

Lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Ó Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefni sem felur í sér vinnu Vestfjarðastofu til að samhæfa verkefni á Vestfjörðum tengd farsæld barna, menntastefnu og fleiri þátta.

Mennta- og barnamálaráðuneytið mun gera viðaukasamninga við Sóknaráætlanir landshluta til tveggja ára vegna fjármögnunar innleiðingar svæðisbundinna farsældarráða. Forsendur samnings er að samþykki allra sveitarfélaga í landshlutanum liggi fyrir og umboð landshlutasamtaka til verkefnisins sé skýrt.

Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins svo hægt sé að ganga frá samningi við Mennta- og barnamálaráðuneytið .

Samþykkið felur ekki í sér aðrar skuldbindingar af hálfu sveitarfélagsins.

Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu og Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir liðnum.

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkir að farið verði í verkefnið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni sem unnin eru í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í gegnum Vestfjarðastofu.

Bæjarráð óskar eftir því við Sigríði að því verklagi verði komið á að framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu mæti á fund bæjarráðs annan hvern mánuð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fastur fundartími bæjarráðs

Rætt um fastan fundartíma bæjarráðs.

Fastur fundartími bæjarráðs er ákveðinn annar hver þriðjudagur klukkan 14:00.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Skilaskýrsla undirbúningsstjórnar til Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Lögð fyrir skilaskýrsla undirbúningsstjórnar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Skilaskýrslan nær yfir öll helstu atriðin sem kjörnir fulltrúar í sameinuðu sveitarfélag þurfa að hafa til hliðsjónar fyrir þau skref sem stíga þarf í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna tveggja.

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar þakkar undirbúningsstjórninni og ráðgjöfum KPMG fyrir góða vinnu og yfirgripsmikla samantekt sem mun koma að góðum notum í sameinuðu sveitarfélagi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Framkvæmdir Landsnets, Mjólkárlína 2, 66 kV jarðstrengur

Lagt fyrir erindi dags. 6. júní frá Landsnet hf. þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins um jörðina Hól í Arnarfirði landnr. 140446 en jörðin er i eigu Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Bæjarráð samþykkir erindið, leiðarvalið hefur unnið í samvinnu við sveitarfélagið.

Vísað áfram til heimastjórnar Arnarfjarðar til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Farið yfir stöðu mála vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusvið sat fundinn undir liðunum.

Dagskrárliðurinn verður tekin fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Mál nr. 925 um umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.)

Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 13. maí sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.)

Vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fundargerð aðalfundar Landskerfi bókasafna hf 2024 og skýrsla stjórnar

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna 2024 ásamt skýrslu stjórnar vegna starfsársins 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Til samráðs -Breytingar á tilvísunum fyrir börn

Lagður fram tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 5. maí sl. með ósk um umsögn um breytingar á tilvísunum fyrir börn.

Vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Til samráðs -Breyting á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 10. maí sl. með ósk um umsögn um breytingu á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi.

Vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr. 1114 um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir)

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 17 maí sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).

Vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Höfnun umsóknar Vesturbyggðar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir verkefninu Bygging aðstöðuhúss við Laugarneslaug.

Vísað áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til kynningar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Til samráðs - Hvítbók í málefnum innflytjenda

Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 24. maí sl með ósk um umsögn um hvítbók í málefnum innflytjenda.

Vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Til samráðs - reyting á reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 28. maí sl. með ósk um umsögn um breytingar á reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Hvatning til samveru fjölskyldunnar -bréf frá Saman hópnum

Lagt fram bréf frá Saman hópnum þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunar í sumar.

Vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Til samráðs Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 902013

Lagður fram tölvupóst frá innviðaráðuneytinu dags. 3. júní sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr.90/2013.

Vísað áfram til skipulag- og framkvæmdaráðs til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Niðurstöður sýnatöku - Vatnsveita Patreksfirði 13.05.2024

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða frá 22.05.2024.

Kynnt niðurstaða neysluvatnssýna sem tekin voru á þremur stöðum á Patreksfirði 13.05.2024 Vatnssýni stóðust gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Mál nr. 1036 umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030

Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 22.maí sl. með ósk um umsögn á tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024

Lögð fram til kynningar 222. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 18. mars sl.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Landskjörstjórn - ársskýrsla 2023

Lögð fram til kynningar ársskýrsla landskjörstjórnar fyrir árið 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Sveitarstjórnarkosningar 2024

Lögð fram til kynningar greinargerð frá yfirkjörstjórn vegna kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Erindisbréf

Lagt fram til kynningar drög að erindisbréfi bæjarráðs. Erindisbréf bæjarráðs ásamt erindisbréfum annara ráða og stjórna verða lögð fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar til samþykktar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Innleiðing heimastjórna

Lagðir fram til kynningar listar yfir kjörna fulltrúa í heimastjórnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30